STELPURNAR: Sjóðheitar skvísur og kostulegar kvenpersónur

Fréttir

Viðtöl

STELPURNAR: Sjóðheitar skvísur og kostulegar kvenpersónur


Það kom ekki á óvart þegar gaman þátturinn Stelpurnar var valinn besti leikni sjónvarps- þátturinn á síðustu Edduverðlaunahátíð enda markar hann að vissu leyti tímamót í íslenskri gamanþáttagerð. Til þessa hafa aðeins örfáar íslenskar leikkonur verið taldar til gaman leikara en það er orðið degin um ljósara að þjóðin á margar afburða færar og hugmyndaríkar gaman leikkonur. Kostulegar kvenpersónur eru aðal uppistaða grínþáttanna Stelpurnar og nægir að nefna nokkrar týpur sem náð hafa að festa sig í sessi, t.d. „blammeringa konuna“, ofurkonuna, hótelsöng konuna, Hemma hóru og bresku fjölskylduna. Konur eru í langflestum hlutverkunum og eiga stærstan hlut í handrita skrifunum en stöku karlar koma einnig að vinnslu þáttanna. Karlleikararnir Kjartan Guðjónsson, Steinn Ármann Magnússon og Bergur Þór Ingólfsson hafa komið nokkuð við sögu og staðið sig með prýði. Ekki alls fyrir löngu urðu leikstjóra skipti á bænum. Hinn afkasta mikli Óskar Jónasson hafði séð um leikstjórn þáttanna frá upphafi en er hann brá sér í fæðingarleyfi tók Ragnar Bragason við stjórnartaumunum. Fyrsti þátturinn undir hans stjórn var frumsýndur um miðjan febrúar og


urðu þá einnig breytingar á liði leikaranna, þegar Harpa Arnardóttir og Birgitta Birgisdóttir mættu til leiks. Annar nýliði er svo grínarnn Pétur Jóhann Sigfússon sem líklega er þekktastur sem einn af Strákunum úr samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Pétur hefur lýst því yfir að hann sé fullur eftirvæntingar og finnist mikill heiður að fá að vera einn af Stelpunum. Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Kjartan Guðjónsson verða tímabundið ekki með í nýjustu upptökum seríunnar, sökum anna á öðrum vígstöðvum.

Áfram stelpur!


Framboð á leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur ekki verið ýkja mikið og því eru Stelpurnar sannkallað fagnaðar efni í íslenskum sjónvarps heimi. Í áhorfskönnun Gallups í október síðast liðnum kom fram að þátturinn er í fjórða sæti yfir þá þætti sem mest áhorf hafa á Stöð 2. Ef svo ólíklega vill til að einhver þekki ekki til þáttanna þá upplýsist hér með að um er að ræða nokkurs konar „sketsa þátt“ en það er í raun klassískt form gamanþátta í sjónvarpi. Nægir að nefna breska þætti í þess um dúr sem slegið hafa í gegn eins og Smack the Pony og Absolutely Fabulous og eru Íslendingum að góðu kunnir. Þar eru einmitt konur í öll um helstu hlutverkunum. Handritshöfundar að Stelpunum eru leikkonurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og María Reyndal og nýlega bættust Margrét Örnólfsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Ottó Geir Borg við hópinn en Sigurjón Kjartansson, Fóstbróðir með meiru, er ritstjóri handritssmíða. Þættirnir eru oft skrifaðir samhliða því að þeir eru teknir upp, sem er skemmtileg og jafnframt nýstárleg vinnuaðferð. Nýi leikstjórinn, Ragnar Bragason, hefur reynslu af því að hlaupa í skarðið fyrir Óskar Jónasson í grínþáttagerð en hann tók einmitt við af Óskari þegar hinn vinsæli sjónvarpsþáttur Fóstbræður var og hét. Ragnar hefur ekki hugsað sér að gera róttækar breytingar á Stelpunum þótt óneitanlega komi alltaf einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum. Það var eitt af verkum hans að velja Pétur Sigfússon í stað Kjartans Guðjónssonar en Pétur er sá eini í hópnum sem er ekki lærður leikari, þótt mikill reynslubolti sé. Stelpurnar halda því áfram að þróast og skemmta áhorfendum með grallaraskap sínum og má gera því skóna að strákarnir sem koma að vinnslu þáttanna hljóti að komast í nánari snertingu við konuna í sjálfum sér ...


Áfram stelpur!HVERJAR ERU STELPURNAR?


Brynhildur Guðjónsdóttir


Brynhildur skrifar og leikur í Stelpunum en hún lauk námi í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama árið 1998. Hún á því ekki langt að sækja breska hreiminn sem hún beitir svo skemmtilega í grínþáttunum! Hún starfaði í London með nokkrum breskum leikhúsum eftir að hún lauk námi; meðal annars með hinu þekkta Royal National Theatre. Brynhildur sló rækilega í gegn með túlkun sinni og söng í söngleikn um Edith Piaf en það er talið með ólíkindum hversu sterka rödd hin smágerða leikkona hefur.


Hún hefur leikið í fjölmörgum leikritum eins og Draumi á Jónsmessunótt, Veislunni, Önnu Karenínu og Kirsuberjagarðinum, svo


nokkur séu nefnd til sögunnar. Brynhildur hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum eins og Reykjavík Guesthouse, Monster


og Villiljósi. Þessi fjölhæfa leikkona fór líka með hlutverk Mímíar í söngleiknum Rent og stjórnaði brúðunni Mikjáli í Krítarhringnum í


Kákasus. Nú í vetur lék hún í Túskildingsóperunni á fjölum Þjóðleikhússins. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir


Gulla hefur lengi verið ein af fremstu gamanleikkon um landsins og var hún tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í Stelpunum á Edduverðlaununum árið 2005. Gulla hefur fengist við fjölmargt í leiklistinni og lék meðal annars stórt hlutverk í stykkinu Riðið inn í sólarlagið, eftir Önnu Reynolds, sem var framúrstefnulegt leikrit þar sem leikarar voru meirihluta tímans í rúmum á sviðinu. Hún fór á kostum í enduruppsetningu Hafnarfjarðarleikhússins á Himnaríki eftir Árna Ibsen nú í vetur og um þessar mundir leikur hún eitt af aðalhlutverkunum í Átta konum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Edda Björg Eyjólfsdóttir


Edda Björg hefur farið víða á leikferli sínum og meðal annars leikið í Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur og Línu Langsokk. Hún lék líka í Terrorisma, eftir Presnjakov-bræðurna, sem frumsýnt var í fyrra og leikstýrði verkinu Tilbrigði við sjófugl hjá Stúd-


entaleikhúsinu en það er unnið upp úr verkum Tsjekhovs. Edda fór einnig með hlutverk í leikritinu Lífsins tré eftir samnefndri bók Böðvars Guðmundssonar. Hún leikur við hlið Gullu, vinkonu sinnar og samstarfs konu í Stelpunum, í leikritinu Átta konum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu nú á vordögum við miklar vinsældir.

Birgitta Birgisdóttir


Birgitta tók þátt í verkefni Nemendaleikhússins í Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson og var einnig með í Nemendaleikhúsinu sem setti á fjalirnar eitt af merkustu leikverk um 20. aldarinnar, Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov.

Ilmur Kristjánsdóttir


Ilmur leikur eina af Stelpunum og hún tekur auk þess þátt í að skrifa þættina. Ilmur útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 2003 og fékk þegar samning við Borgarleikhúsið. Fyrsta hlutverk hennar var Lína Langsokkur og sló hún eftirminnilega í gegn sem fjörkálfurinn sá. Áður hafði hún leikið stórt hlutverk í íslensku kvikmyndinni Dís og var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir framlag sitt í myndinni. Hún lék líka í verkinu Sekt er kennd, eftir Þorvald Þorsteinsson og var liðtæk í söngleikjunum Chicago og Hárinu. Í vetur


fangaði Ilmur svo hug og hjörtu áhorfenda þar sem hún túlkaði Sölku Völku, Halldórs Laxness, á sviði Borgarleikhússins. Ilmur


hlaut Edduna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir frábæra frammistöðu sína í þáttunum Stelpurnar.Nína Dögg Filippusdóttir


Nína Dögg er hluti af leikhópnum Vesturport og hefur meðal annars tekið þátt í uppsetningu hans á leikritinu Brim eftir Jón Atla Jónasson á leikhúshátíð í Moskvu sem uppskar mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Skemmst er að minnast sýningarhópsins á Woyzeck sem Nína tók einnig þátt í, en verkið var sýnt bæði í London og Reykjavík við mikið lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Nína Dögg átti sæti í dóm nefnd Al þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík haustið 2005.Katla Margrét ÞorgeirsdóttirKatla Margrét útskrifaðist úr Leiklistarskólanum vorið 1997. Hún hefur starfað í Borgarleikhúsinu undanfarin fimm ár en er nú á


förum yfir í Þjóðleikhúsið. Hún lék í Túskildingsóperunni en hún lærði bæði á píanó og söng í kórum sem barn. Hún er líka meðlimur í hinni frábæru hljómsveit Heimilistónum sem er að fara að gefa út disk með tónlist sinni. Katla Margrét lék í Híbýlum vindanna eftir Böðvar Guðmundsson og ljáði rödd sína í leikbrúðumyndinni Bölvun vígakanínunnar. Hún tók einnig þátt í uppfærslunni á Kabarett með leikhópnum Á senunni og er í félagi við fleiri leikkonur úr Stelpunum í hlutverki í Átta konum.María Reyndal


María leikstýrði Spítalaskipinu eftir Kristínu Ómarsdóttur og sá líka um leikstjórn á Línu Langsokk sem naut fádæma vinsælda en í því léku stöllur hennar úr Stelpunum: Ilmur Kristjánsdóttur og Edda Björg Eyjólfsdóttur.

 

More News

Pages