Viðskilnaður Jóns Gnarrs: 17 milljarða aukning skulda

Fréttir

Frjáls Verslun

Viðskilnaður Jóns Gnarrs: 17 milljarða aukning skulda

Eftir Jón G. Hauksson

fv10tbl2013Jón Gnarr hættir í pólitík í vor og snýr sér að listagyðjunni aftur. Frjáls verslun skoðar fjárhagslegan og pólitískan viðskilnað hans í ítarlegri fréttaskýringu í nýjasta tölublaðinu. Pólitískur viðskilnaður hans er mikið tómarúm þar sem þrír munu berjast um stólinn; Björn Blöndal, Dagur B. Eggertsson og Halldór Halldórsson. Fjárhagslegur viðskilnaður er stórauknar skuldir, fjárfestingar, hærri skatttekjur, hærri útgjöld, hallalaus rekstur 2012 og 2013 og það mat margra að hann hafi tekið á málefnum Orkuveitu Reykjavíkur. Í umhverfismálum finnst mörgum sem borgin sé illa snyrt undir hans stjórn sem og að gatnakerfið í borginni sé farið að láta á sjá og þar skorti nægilegt viðhald.

Heildarskuldir borgarinnar, A-hlutans, hafa aukist um 17,0 milljarða króna í tíð Jóns Gnarrs á þremur árum, frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2013, og eru núna um 65 milljarðar króna. Fjárfestingar undir hans stjórn er um 19,5 milljarðar króna og hafa ný lán að fjárhæð 12,7 milljarðar verið tekin á hans vakt.

Útsvarstekjur – aðalskatttekjur borgarinnar – eru um 14,4 milljörðum kr. hærri á þessu ári en árið 2010 þegar hann komst til valda. Heildarútgjöld borgarinnar eru á svipuðum nótum, eða 14,7 milljörðum hærri á árinu 2013 en 2010. Gert er ráð fyrir að heildarútjöld hækki um 5,8 milljarða króna á næsta ári og að skatttekjur í takt við það – en rekstrarafgangur á næsta ári er áætlaður um 800 milljónir króna. Eiginfjárstaða A-hlutans er sterk; 84,5 milljarðar króna.Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur, sem heyrir undir B-hlutann, eru um 47% hærri árið 2013 en árið 2009.

Fjárhagslegur viðskilnaður Jóns Gnarrs einkennist af því hvað skuldir, skatttekjur og útgjöld Reykjavíkurborgar hafa hækkað mikið á hans vakt - og umfram verðbólgu. Jón Gnarr hækkaði útsvarsprósentuna úr 13,03% í 14,48%. Tekið skal fram að 1,2% af þessari hækkun er vegna lagasetningar um flutning á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Þyngst vegur þó í auknum útsvarstekjum borgarinnar hve laun Reykvíkinga hafa hækkað mikið á tímabilinu, en útsvarið fylgir launum. Borgarbúum hefur raunar fjölgað lítillega á tímabilinu.

Í fréttaskýringunni kemur fram að andstæðingar Jóns Gnarrs innan minnihlutans telji að Jón Gnarr hafi haft lítinn áhuga á fjármálum borgarinnar og reitt sig algjörlega á aðstoðarmann sinn Björn Blöndal í þeim efnum sem og trausta embættismenn. „Þeir segja að stóra myndin sé sú að fyrri meirihluti hafi gert aðgerðaáætlun um að hækka ekki útsvar og gjaldskrá borgarinnar í kjölfar efnahagshrunsins. Engu að síður hafi tekist að stýra borginni af festu undir þeim kringumstæðum og með rekstrarafgangi. Þeir segja að vorið 2010 hafi útsvarið ekki verið fullnýtt og það hafi verið meðvituð ákvörðun. Sem og að hækka ekki gjaldskrá Orkuveitunnar vegna efnahagslægðarinnar. Jón hafi hins vegar ákveðið að fullnýta útsvarið þegar hann tók við þótt hann hafi sagt annað í kosningabaráttunni.“

En hver er svo fjárhagslegur viðskilnaður Jóns Gnarrs í einni setningu? Stórauknar skuldir, hærri skatttekjur og aukin útgjöld, hallalaus rekstur 2012 og 2013 - og mat margra að hann hafi tekið á Orkuveitunni. Hvað geta aðrir stjórnmálamenn svo lært af Jóni Gnarr? Fáir stjórnmálamenn hætta þegar þeir njóta mestra vinsælda, segir í lokfréttaskýringarinnar.

Pólitískur viðskilnaður hans er það mikla tómarúm sem hann skilur eftir en þrír stjórnmálamenn munu keppast við að fylla það, þeir Dagur B. Eggertsson, Halldór Halldórsson og Björn Blöndal, verði hann valinn sem leiðtogi Bjartrar framtíðar í kosningunum, sem mestar líkur eru á. Björt framtíð mælist núna með mesta fylgi í borginni og samkvæmt því er Björn Blöndal líklegastur sem næsti borgarstjóri, eins og staðan er núna. Nýleg könnun sýnir hins vegar að flestir vilja sjá Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra og fær hann fylgi langt út fyrir raðir Samfylkingar.

Annað áhugavert efni:

Leiðari: Jón G. Hauksson fjallar um skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar.

Bestu græjurnar 2013

--------------------------------

Íslendingurinn Gunnar Andri:
Á metsölulista Amazon

-------------------------

Þorsteinn í Plain Vanilla:
Mikil vinna eftir við Quizup

---------------------------

Ragnar Árnason um eftirlitsiðnaðinn:
Dulin meinsemd

--------------------------

Ítarlegur fréttaauki:
Glerþak, glerveggur og
jafnlaunavottun VR

-------------------

Ítarlegur fréttaauki:
Stórsókn íslenskra fatahönnuða

-------------------------

6  Leiðari: Tími til að setja punktinn!

8  Ótrúlegur íshellir: Þúsund ára þögn.

10 Gunnar Andri: Á metsölulista Amazon.

12  Herdís Pála: Hver er virkni starfsfólks á þínum vinnustað?

14  Norðlenska: Hangikjötshátíð í bæ.

16  Dagbókin: Hakkarinn hjá Vodafone.

22  Kynning: Ostabúðin.

24  Plain Vanilla: Mikil vinna eftir við Quizup.

26 Álitsgjafar:

36 „Upprisa millistéttarinnar.“

37  Pilla með örgjörva sem kveikir á sér í maganum.

38  Forsíðuefni: Viðskilnaður Jóns Gnarrs.

46  Bækur: Tómur tankur á æðsta degi.

48  Sigrún Þorleifsdóttir: Ertu sóknarmaður eða varnarmaður?

50  Bestu græjurnar 2013.

58  Kynning: Opin kerfi.

60  Kynning: Nýherji.

61  Kynning: Björgunarsveitin Ársæll.

62  Ítarlegur fréttaauki: Glerveggur, glerþak og Jafnlaunavottun VR.
      VR, Kynnisferðir, Logos, Íslenska gámafélagið, Ölgerðin, Ikea, Deloitte, KPMG,
       ISS, Securitas.

82  Hönnun: Stórsókn íslenskra fatahönnuða.
      Rætt við níu fatahönnuði sem gera það gott.

94  Kvikmyndir.

96  Hönnun.

98   Fólk.

More News

Pages