Gullfallegt áramótablað Frjálsrar verslunar

Fréttir

Frjáls Verslun

Gullfallegt áramótablað Frjálsrar verslunar

Eftir Jón G. Hauksson

grimur_saemundsenÁramótablað Frjálsrar verslunar er gullfallegt og vandað. Fyrstu eintökin voru afhent í hófinu á Hótel Sögu þegar maður ársins var útnefndur. Þetta er 164 síðna blað og víða komið við eins og vera ber um áramótin. Forsíðuviðtalið er við mann ársins í atvinnulínu 2013 hjá Frjálsri verslun, Grím Sæmundsen, lækni og forstjóra Bláa Lónsins. Þetta er afar fróðleg átján síðna umfjöllun.

Álitsgjafarnir eru á sínum stað. Þá eru viðtöl við forráðamenn átján stórfyrirtækja sem meta stöðuna á þessum tímamótum. Stórglæsileg viðtöl þar sem fjöldi starfsmanna koma við sögu auk forstjóranna.

Þráinn Eggertsson hagfræðiprófessor svarar spurningum Jóns G. Haukssonar, ritstjóra Frjálsrar verslunar, um hrunið, eignabólur, seðlaprentun Bandaríkjamanna, evruna, hugsanlegt ríkjasamband Evrópu, gengisfellingar, firnasterkar útflutningsgreinar Þjóðverja, svo nokkuð sé nefnt. Skoðanir Þráins eru stórfróðleg lesning.

Heiðar Guðjónsson fjárfestir ræðir tækifærin á norðurslóðum sem og íslenskt atvinnulíf.

Hagfræðingar og forráðamenn hagsmunasamtaka meta stöðuna um áramót og hvað þurfi helst að gera á árinu 2014.

Már Mixa fjallar um hlutabréfamarkaðinn. Kristinn Jón Arnarson velur 15 bestu græjurnar. Páll Stefánsson velur bíl og græjur ársins. Unnur Valborg velur viðskiptabók ársins. Stjórnunargrein Sigrúnar Þorleifsdóttur nefnist að þessu sinni: Tökum við vinnuna með í fríið? Fjallað er um Frans páfa sem kjörinn var maður ársins af tímaritinu Time.

Þá er fjallað um kvikmyndaárið 2013, leikrit ársins, hönnun ársins, óperu ársins og Solveig K. Jónsdóttir velur tíu bestu bækur ársins.

Þá eru nokkrar stórkostlegar portrettmyndir eftir Kristin Ingvarsson.

Áramótablaðið er bæði fallegt og massíft góð lesning. Njótið lesningarinnar.

Efnisyfirlit:

Forsíðuefni:
Maður ársins í atvinnulífinu 2013

Heiðar Guðjónsson:
Tækifærin á norðurslóð

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ:
Koma í veg fyrir deilur á vinnumarkaði

Áramót eru tímamót:
Átján forstjórar sitja fyrir svörum
 
Þráinn Eggertsson:
Efnahagsmál heimsins og á Íslandi

Leiðari:
Lifum við til að vinna?

Ragnar Árnason:
Hin blinda peningastefna Seðlabankans

---------------------------------------------
6 Leiðari: Lifum við til að vinna?

8 Myndir: Stórkostlegar portrettmyndir Kristins Ingvarssonar.

14 Hlutabréfamarkaðurinn: Ein stór bóla? Már Mixa.

18 Ímarksverðlaun: Domino's er fyrirtæki ársins.

20 Viðtal ársins: Viðtalið við Hannes Hólmstein í 2. tbl. Frjálsrar verslunar.

22 Græjur: 15 bestu græjurnar – að mati Kristins Jóns Arnarsonar.

28 Bílar og græjur ársins – að mati Páls Stefánssonar.

30 Hönnun ársins – að mati Svövu Jónsdóttur.

32 Bækur ársins – að mati Solveigar K. Jónsdóttur.

34 Hagspá ársins – fengin hjá Landsbankanum.

36 Ingibjörg afhjúpaði höggmynd af Árna.

38 Álitsgjafar.

48 Efnahagsmál: Viðtal við Þráin Eggertsson.

58 Forsíðuefni: Grímur Sæmundsen, maður ársins í atvinnulífinu 2013.

76 Áramót eru tímamót: 18 forstjórar líta yfir árið 2013 í fyrirtækjum sínum.

114 Viðskiptabók ársins – að mati Unnar Valborgar Hilmarsdóttur.

118 Vinnan með í fríið? Sigrún Þorleifsdóttir.

120 Stjórnun: Herdís Pála.

122 Viðtal: Heiðar Guðjónsson fjárfestir.

128 Páfinn: Maður ársins hjá Time.

132 Hvað segja þau um áramót?

140 Íslandsstofa: Segjum sögur af leyndarmálum.

144 Jacqueline Kennedy var tískufrömuður síns tíma.

146 Hvernig er mórallinn á þínum vinnustað?

148 Frelsið og frúin í New York.

152 Ópera ársins – að mati Helga Jónssonar.

154 Leikrit ársins – að mati Hinriks Þórs Svavarssonar.

156 Kvikmyndaárið 2013 – að mati Hilmars Karlssonar.

161 Fólk.

More News

Pages