Glæsilegt 1. tbl. Skýja 2014 er komið út

Fréttir

Ský

Glæsilegt 1. tbl. Skýja 2014 er komið út

Eftir Jón G. Hauksson

Glæsilegt 1. tbl Skýja árið 2014 er komið út. Í blaðinu er að finna ítarlegt viðtal við Ragnheiði Gröndal söngkonu og lagahöfund. Auk þess eru viðtöl við Jónas Ingimundarson, píanóleikara og Hafliða Vilhelmskysson, rithöfund. Fjallað er um Christian Ronaldo, einn besta knattspyrnumann heims. Íslensku keppendunum á vetrarólympíuleikunum eru gerð skil. Þá er bóka - og tónlistargagnýnin á sínum stað ásamt fjölmörgu öðru áhugaverðu efni. Blaðið er rúmlega 50 blaðsíður að þessu sinni.

Ský er dreift ókeypis í öllu innanlandsflugi Flugfélags Íslands. Blaðið er sígilt menningarblað og höfðar jafnt til höfuðborgarsvæðisins sem landsbyggðarinnar. Vinsælt er að auglýsa í blaðinu og er auglýsendum bent á að hafa samband við Ýr Þrastardóttur, auglýsingastjóra Skýja yr@heimur.is.

More News

Ský

Um tímaritið

SKÝ er glæsilegt tímarit sem kemur út annan hvern mánuð. Aðalsmerki ritisins er fjölbreytilegt efni...