Leiðrétting vegna MP banka: Rauði liturinn

Fréttir

Frjáls Verslun

Leiðrétting vegna MP banka: Rauði liturinn

jon_g_2Ég bið MP banka afsökunar á leiðum mistökum í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar þar sem birt er afar athyglisverð könnun blaðsins um ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu – sem og ávöxtun allra sjóða hjá stærstu verðbréfasjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi þar sem þessar upplýsingar eru birtar á einum stað. Töflurnar um ávöxtunina spanna fimm síður. Á síðustu stundu var ákveðið að birta tölur um neikvæða ávöxtun með rauðu í töflunum. Í umbroti gerðust hins vegar þau mistök að rauði liturinn var settur á allar tölur MP banka - líka þær sem sýna jákvæða ávöxtun. Það skal tekið fram að tölurnar eru réttar en liturinn rangur á tölunum yfir jákvæðu raunávöxtunina. Fyrir vikið verður blærinn á töflunni eðlilega bankanum mjög í óhag. Af 11 innlánsreikningum hjá MP banka voru 9 með jákvæða raunávöxtun en 2 með neikvæðri. Lesendur blaðsins og fjölmiðlar eru beðnir um að hafa þetta hugfast þegar þeir lesa blaðið. Lesa má allt um þessa könnun á Facebook-síðu Frjálsrar verslunar. https://www.facebook.com/frjalsverslun/photos/pcb.833616913321132/833616593321164/?type=1&theater

Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar

More News

Pages