Hvers virði er vörumerkið Jón Gnarr?

Fréttir

Frjáls Verslun

Hvers virði er vörumerkið Jón Gnarr?

forsida_3Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er afar fróðleg og ítarlegt úttekt á virði vörumerkja og stjórnmálamönnum sem vörumerkjum. Hvers vegna eru vörumerki einhvers virði og hvað gerir þau verðmæt? Þessum spurningum er svarað í greininni í merku viðtali við Friðrik Eysteinsson, markaðsfræðing og einn fróðasta mann Íslands um vörumerki. Fjallað er um svölustu vörumerkin og jafnframt sagt frá því hvernig Pollarnir urðu þekkt vörumerki og hvernig Valgeir Magnússon stjórnaði herferð þeirra þegar komið var í Eurovision-keppnina. Og hvað er t.d. á bak við vörumerkið Jón Gnarr, söngkonuna Björk, Dag B. Eggertsson, Boris Johnson, borgarstjóra í London, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og áfram mætti telja. Stórskemmtileg úttekt.

Statoil er 100 sinnum stærra en Össur. Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu um Norræna hlutabréfamarkaðinn þar sem birtur er listinn yfir 250 verðmætustu fyrirtækin á Norðurlöndunum. Fimm íslensk fyrirtæki komast inn á listann. Birtar eru stuttar frásagnir af þrettán þekktum erlendum stórfyrirtækjum á listanum og er það skemmtileg lesning.

Sæstrengirnir eru hraðskreiðari en gervihnettir þegar kemur að gagnaflutningi fyrir Netið. Ítarlegt viðtal er við Ómar Benediktsson, forstjóra Farice.

Rakel Þorbergsdóttir, nýr fréttastjóri RÚV, situr fyrir svörum. Víða er komið við, m.a. um fréttaflutning RÚV af aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Hún þvertekur fyrir að slagsíða sé á fréttaflutningnum.

Dagur nýtur ljómans af Jóni Gnarr. Ítarleg fréttaskýring er um sveitarstjórnarkosningarnar og hvernig fjarað hefur undan Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík á síðustu tuttugu árum.

Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir í leiðaranum að ríkisstjórnin sé komin í bullandi vörn eftir eitt ár við völd. Hún var hins vegar kosin til að spila sóknarleik.

Efnisyfirlit blaðsins lítur annars svona út:

Leiðari: Ríkisstjórnin í vörn.

Sveitarstjórnarkosningar: Dagur með aðra hönd á bikarnum!

Ómar Benediktsson, forstjóri Farice: Hraðbrautir sjávarins.

Forsíðuefnið: Hvers virði eru vörumerki?

Forsíðuefnið: Pollarnir orðnir vörumerki.

Forsíðuefnið: Vilhjálmur Bretaprins og Kata sterkt vörumerki.

Forsíðuefnið: Svölustu vörumerkin.
 
Rakel fréttastjóri RÚV:
Hverju ætlar hún að breyta?

Sýrland: Á ekkert nema lífið sjálft!

Álitsgjafar Frjálsrar verslunar.

Kauphöllin: HB Grandi fimmta stærsta félagið!

Norræna kauphöllin: Statoil er 100 sinnum stærri en Össur.

Norræna kauphöllin: Listinn yfir 250 verðmætustu fyrirtæki Norðurlanda.

Breytingastjórnun: Guðrún Ragnarsdóttir hjá Strategíu.

Sigrún Þorleifsdóttir: Er einelti á þínum vinnustað?

Kvikmyndir.

Fólk

-----------------------------------

More News

Pages