Þjóðsögurnar uppseldar!

Fréttir

Fyrirtækið

Þjóðsögurnar uppseldar!

Íslenskar þjóðsögur

Nú er svo komið að Íslenskar þjóðsögur sem Heimur gaf út síðastliðið vor eru uppseldar hjá okkur. Þjóðsagnasafnið hefur hitt svo vel í mark að 3.000 bækur eru seldar á þeim rúmlega sjö mánuðum síðan þær komu út. Þann 28. mars kom sendingin frá Odda og óhætt er að segja að bækurnar hafi selst eins og heitar lummur.

Góðu fréttirnar eru þær að í Odda keppast færustu prentarar, bókbindarar og gyllarar landsins við að útbúa 4.000 nýjar bækur sem væntanlega koma í hús til okkar eftir viku. Vonandi verður 2. prentun ekki síður tekið en hinni fyrstu. Svo ánægðir vorum við með okkur að við breyttum engu frá fyrri útgáfu. Enn eru sömu góðu sögurnar, úrval af því besta sem Jón Árnason hafði í safni sínu, frábærar myndir Freydísar Kristjánsdóttur og fallegur frágangur á eigulegri bók.

Til öryggis er þeim sem vilja tryggja sér 1. prentun bent á að kaupa bókina umsvifalaust, ef þeir sjá hana í bókabúðum einhvers staðar. Ekki er að efa að hún mun hafa sjálfstætt söfnunargildi.

 

 

Tags

More News