Saltarinn kemur víða við - Biblíutilvísanir á óvæntum stöðum

Fréttir

Saltarinn kemur víða við - Biblíutilvísanir á óvæntum stöðum

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson og Agnes Sigurðardóttir

Dr. Gunnlaugur afhendir Agnesi Sigurðardóttur biskupi Íslands fyrsta eintak af bókinniMynd: Geir Ólafsson

Gunnlaugur A. Jónsson prófessor gaf á dögunum út Áhrifasögu Saltarans. Saltarinn er sem kunnugt er nafn á Davíðssálmum og flestir kannast við söguna um Sæmund á selnum, en Sæmundur las Saltarann meðan Kölski flutti hann yfir hafið. 

Í bókinni fjallar dr. Gunnlaugur m.a. með afar áhugaverðum hætti um fjölda kvikmynda þar sem Davíðssálmarnir koma við sögu. Til dæmis má taka óvænta staði eins og kvikmyndina The Apostle sem Robert Duvall framleiddi, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í.

Biblíufélagið og Bókmenntafélagið stóðu fyrir útgáfufagnaði í Seltjarnarneskirkju í tilefni af útkomu bókarinnar. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar þá.

Fjöldi íslenskra listamanna fyrr og nú hefur sótt innblástur í Davíðssálma. Það gerði Matthías Jochumsson þegar hann orti Lofsöng og fjöldi ljóðskálda hefur ort út af efni Sálmanna. Yngri listamenn hafa einnig tekið þá í þjónustu sína og m.a. þeirra er Harpa Árnadóttir myndlistarkona.

Fjallað verður um ýmsa áhugaverða þætti sem fram koma í bókinni í næsta tölublaði Skýja sem kemur út um miðjan febrúar.

Tags

More News