Jón G. Hauksson kjörinn heiðursfélagi Stjórnvísi

Fréttir

Frjáls Verslun

Jón G. Hauksson kjörinn heiðursfélagi Stjórnvísi

Jón G. Hauksson heiðursfélagi Stjórnvísi

Jón sagði nokkur orð eftir að útnefning hans sem heiðursfélagi Stjórnvísi var tilkynnt.Mynd: Geir Ólafsson

Í dag voru stjórnunarverðlaun Stjórnvísi afhent við hátíðlega athöfn í Turninum í Kópavogi. Þema hátíðarinnar var „Ísland, land tækifæranna, verðmætasköpun til framtíðar“.

Þrír úrvals fyrirlesarar töluðu og fluttu áhugaverð erindi:

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður samtaka ferðaþjónustunnar.
María Bragadóttir, framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi.
Jens Garðar Helgason formaður SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Bára Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Termu og formaður dómnefndar sagði svo frá vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2015. Fyrir valinu urðu Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs og rekstrar Sjóvár.

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, lýsti svo kjöri heiðursfélaga og sagði að Jón G. Hauksson hefði fengið verðlaunin fyrir frumkvæði sitt og rannsóknir sem ritstjóri Frjálsrar verslunar. Gunnhildur lýsti svo mörgum af þeim nýjungum sem Jón hefur innleitt í blaðinu. Fram kom að Jón uppfyllti öll skilyrði til þess að vera kjörinn heiðursfélagi og vel það.

Jón tók svo við verðlaununum og sagði nokkur orð.

Það var mál manna að hátíðin hefði heppnast vel og verðlaunahafar hefðu verið vel að verðlaununum komnir.

 

Tags