Stóðumst atlöguna

Fréttir

Stóðumst atlöguna

Viðtalið við Bjarna Benediktsson er mjög efnismikið og víða er komið við. Við hvetjum ykkur öll til að tryggja ykkur eintak af blaðinu sem fyrst. Yfirskrift viðtalsins við Bjarna er Stóðumst atlöguna og segir hann að andstæðingar flokksins hafi unnið að því öllum árum að nota hrunið til að einangra flokkinn í eitt skipti fyrir öll. Hér er brot úr viðtalinu þar sem komið er inn á þetta.

Bjarni:

Ég er sömuleiðis mjög stoltur af því að hafa komið Sjálfstæðisflokknum aftur í ríkisstjórn. Það var ekkert sjálfgefið. Ég fer ekkert ofan af því að andstæðingar okkar í pólitík litu á það sem gerðist við fall bankanna haustið 2008 sem einstakt tækifæri til að koma Sjálfstæðisflokknum varanlega úr ríkisstjórn og einangra hann í eitt skipti fyrir öll í stjórnmálum. Það tókst þeim ekki og það er mér mikils virði að hafa staðið í vörn fyrir flokkinn allt síðasta kjörtímabil þegar hvað harðast var sótt að honum og fengið mestan stuðning allra flokka í síðustu kosningum. Enn er þó mikið verk að vinna.