Um hinn pólitíska ómöguleika

Fréttir

Viðskipti og efnahagsmál

Um hinn pólitíska ómöguleika

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í Frjálsri verslun.Mynd: Geir Ólafsson

Í viðtalinu við Bjarna Benediktsson er hann spurður um fleyg orð hans um pólitískan ómöguleika varðandi áframhaldandi aðildarviðræður þessarar ríkisstjórnar við Evrópusambandið. 

Spurning FV til Bjarna:

Hvað með þau orð þín að áframhaldandi viðræður þessarar ríkisstjórnar um inngöngu séu pólitískur ómöguleiki – en vikið hefur verið nokkrum sinnum að þessu orðalagi, meðal annars í skaupinu?

Ríkisstjórnin og báðir stjórnarflokkarnir eru á móti inngöngu í Evrópusambandið og þeir sögðu það skýrt í kosningabaráttunni. Á ríkisstjórnin engu að síður að taka upp aðildarviðræður sem síðasta stjórn sleit – og hafa það að markmiði að ná einhvers konar samningi sem hún óskar síðan eftir að þjóðin felli? Og hvað með viðmælendur okkar hjá Evrópusambandinu – hvernig geta þeir treyst mönnum í viðræðum sem eru í prinsippinu á móti sjálfum viðræðunum og vilja ekki ganga í Evrópusambandið? Og hvers vegna var síðasta ríkisstjórn ekki komin lengra með málið eftir fjögurra ára viðræður ef eitthvað var um að semja? Síðasta ríkisstjórn sleit viðræðunum þótt hún hafi ekki dregið umsóknina til baka. Hvernig stóð á því? Það er sama hvernig á þetta mál er litið, það stenst ekki rökræður að þessi ríkisstjórn taki eitt helsta átakamál fyrri ríkisstjórnar upp að nýju, mál sem þessi ríkisstjórn er andvíg og haldi áfram með viðræður sem hún er mótfallin og fyrri ríkisstjórn sleit raunar sjálf rétt fyrir kosningar. 

More News

Pages