Vel heppnuð austfirsk ferðasýning á Reyðarfirði

Fréttir

Vel heppnuð austfirsk ferðasýning á Reyðarfirði

Samtök ferðaþjónustunnar héldu aðalfund sinn á Egilstöðum á fimmtudag í síðustu viku. Á föstudag buðu austfirsk ferðaþjónustufyrirtæki upp á ferðasýningu í Fjarðabyggðarhöllinni sem er stórglæsilegt fjölnota íþróttahús. Þar kynntu um 35 ferðaþjónustufyrirtæki starfsemi sína á einstaklega skemmtilegan hátt. Meðal annars voru ýmsir fróðlegir örfyrirlestrar í boði fyrir áhugasama, glens og gítarspil.  

Það er óhætt að segja að austfirðingar kunni að taka á móti gestum og ekki spillti fyrir að veðrið lék við hvern sinn fingur á föstudeginum. Starfsmenn Útgáfufélagsins Heims létu sig ekki vanta enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að gleðjast með vinum okkar fyrir austan.  

Tags