Nýtt, glæsilegt tölublað Frjálsrar verslunar komið út

Fréttir

Nýtt, glæsilegt tölublað Frjálsrar verslunar komið út

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Mynd: Geir Ólafsson

Nýtt og glæsilegt tölublað Frjálsrar verslunar er komið út. Birt er ný könnun Frjálsrar verslunar yfir ÁVÖXTUN ALLRA INNLÁNSREIKNINGA Í BANKAKERFINU Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2014 og er þetta yfirlit hvergi að finna annars staðar í fjölmiðlum.

FORSÍÐUVIÐTALIРer við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands. Þetta er afar vandað og efnismikið viðtal en í því kemur skýrt fram að Kristín hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum til embættis forseta Íslands - en nokkrar umræður hafa verið um það á undanförnum árum að hugur hennar leitaði þangað.

Þá er yfirgripsmikið viðtal við EYÞÓR ARNALDS, forstjóra Strokks Energy, og birt er fróðlegt yfirlit yfir helstu stóriðjufyrirtæki á Íslandi.

Fjármálamarkaðir eru eins og SVARTIR KASSAR, segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands í 55 síðna blaðauka um FJÁRMÁL. 

Þá er yfirlit yfir EIGENDUR ALLRA skráðra félaga í Kauphöll Íslands, gengi hlutabréfanna sl. ár og markaðsvirði fyrirtækjanna um þessar mundir.

Sjón er sögu ríkari - tryggið ykkur eintak á næsta blaðsölustað.