Margrét í spjalli í VIÐSKIPTUM

Fréttir

Margrét í spjalli í VIÐSKIPTUM

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og forstjóri Icepharma.

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og forstjóri Icepharma, var viðmælandi minn í Viðskipum, þætti Frjálsrar verslunar á ÍNN en hann er unnin í samvinnu við kauphöllina Nasdaq Iceland. Við Margrét komum víða við og spurði ég hana meðal annars um það hvernig hún hefði útskýrt starfslok Eggerts Benedikts Guðmundssonar sem forstjóra félagsins félagsins en nafni hans, Eggert Þór Kristófersson fjármálastjóri fyrirtækisins, tók við sem forstjóri. Margrét er mikill reynslubolti í stjórnun og ræddum við meðal annars störf hennar fyrir olíufélagið ESSO Dansk og Kuwait Petroleum á árum áður. Þegar hún hóf störf fyrir félögin var olíugeirinn talinn mikill karlaheimur.

En sjón er sögu ríkari. Hér er tengillinn á þáttinn. http://inntv.is/Horfa_a_thaetti/Vidskipti/?play=124810980