Tekjublaðið kemur út eldsnemma á laugardag

Fréttir

Viðskipti og efnahagsmál

Tekjublaðið kemur út eldsnemma á laugardag

Tekjublaðið kemur út eldsnemma á laugardagsmorgni.

Mikill áhugi er á Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út eldsnemma í fyrramálið og fer strax í umfangsmikla dreifingu um allt land. Áætlað er að fyrstu fimm verslanirnar fái blaðið nokkrum mínútum eftir að það kemur úr prenti. Um tuttugu starfsmenn Frjálsrar verslunar höfðu hraðar hendur í morgun í húsakynnum ríkisskattstjóra þegar álagningarskrár voru lagðar fram og hófu að skrá gögn. Blaðið fer í prentsmiðju í kvöld, verður prentað í nótt og kemur glóðvolgt úr prentvélunum árla morguns. Launatekjur um 3.700 einstaklinga verða birtar í blaðinu undir 22 flokkum starfsgreina. Helstu fréttastofur landsins hafa sýnt Tekjublaðinu mikinn áhuga í dag og sérstaklega spurst fyrir um þróun tekna í einstaka flokkum á milli ára. Þetta er í tuttugasta sinn sem Frjáls verslun gefur út sérstakt Tekjublað en áður voru þessar upplýsingar hluti af hefðbundnu blaði. Samkvæmt úrskurði Persónuverndar er aðeins leyfilegt að birta upplýsingar úr álagningarskránum þann hálfa mánuð sem þær liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra, eða til 7. ágúst næstkomandi. Tekjublað Frjálsrar verslunar verður því selt í hálfan mánuð og hvetjum við alla til að vera tímanlega í því - og næla sér í eintak þegar á morgun.

Sölustaðir eru fjölmargir um land allt eins og sjá má hér.

Tags

More News