Launaskrið meðal efstu forstjóra stöðvast

Fréttir

Viðskipti og efnahagsmál

Launaskrið meðal efstu forstjóra stöðvast

Eftir miklar umræður á síðasta ári virðist launaskrið á meðal tekjuhæstu forstjóranna hafa stöðvast. Meðallaunatekjur 200 efstu forstjóranna í almennum fyrirtækjum eru engu að síður góð, eða 2,6 milljónir króna að jafnaði á mánuði. Næstráðendur, sem tóku risastökk upp í launatekjum í fyrra, og fóru úr 1,6 milljónum króna á mánuði í 2,2 milljónir króna, haldast áfram í því þrepi; með 2,2, mkr. að jafnaði.

Í flokki forstjóra í almennum fyrirtækjum voru 75 konur af 450 í öllu úrtakinu. Launatekjur þeirra voru að jafnaði um 1.445 kr. á mánuði á meðan meðaltal úrtaksins var 1.794 þús. kr. á mánuði. Athugið að meðallaunatekjur 200 efstu forstjóranna eru hins vegar um 2,6 milljónir króna á mánuði.

Fjórir efstu næstráðendurnir á á listanum skekkja myndina verulega og voru þeir teknir út úr úrtakinu áður en meðaltekjur voru reiknaðar út. Tveir efstu í flokki forstjóra skekkja meðaltalið og voru teknir út áður það var reiknað.

Sjómenn virðist hafa lækkað verulega í launatekjum, þeir tvö hundruð efstu eru með um 400 þús. kr. minna á mánuði.

Þá birtir Frjáls verslun í fyrsta sinn sérstakan lista yfir hjúkrunarfræðinga, margir hverjir í stjórnunarstöðum, og reyndust meðallaunatekjur þeirra vera 791 þús. kr. á mánuði.

Starfsmenn í fjármálafyrirtækjum virðst hafa hækkað mest í launatekjum. Tvö hundruð efstu í þeim flokki fara úr 1,9 mkr. á mánuði í 2,1 mkr. að jafnaði á mánuði.

Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar eru að þessu sinni birtar launatekjur yfir 3.700 einstaklinga á síðasta ári – og sem fyrr eru fjármagnstekjur þar ekki inni; t.d. söluhagnaður og arðgreiðslur.

Helstu niðurstöður Tekjublaðsins:

1.     Launatekjur 200 efstu forstjóranna voru rúmar 2,6 mkr. að jafnaði á mánuði á síðasta ári. Þeir höfðu sömu tekjur í fyrra og virðist launaskriðið á meðal þeirra hafa stöðvast.

2.     Kvenforstjórar. Í flokki forstjóra í almennum fyrirtækjum voru 75 konur af 450 forstjórum í öllu úrtakinu í blaðinu. Launatekjur þeirra eru að jafnaði um 1.445 kr. á mánuði sem er rúmum 300 þúsund krónum undir meðaltali alls úrtaksins en það er  1.794 þús. kr. á mánuði. Athugið að meðaltekjur í flokki 200 efstu forstjóranna eru hins vegar 2,6 mkr. á mánuði.

3.     Næstráðendur, 200 efstu,  voru hástökkvarnir í fyrra með 2,2 mkr. á mánuði – fóru úr 1,6 mkr. árið áður. Þeir eru áfram í því þrepi; með 2,2 mkr. að jafnaði á mánuði.

4.     200 efstu í flokki sjómanna lækka í launatekjum. Og það býsna hressilega. Þeir eru núna með 2,1 mkr. að jafnaði á mánuði en voru með 2,5 mkr. síðast. Þetta er því 400 þús. kr. lækkun á mánuði.

5.     Starfsmenn í fjármálafyrirtækjum – 200 efstu – hækka hvað mest; eða úr um 1,9 mkr. að jafnaði á mánuði í 2,1 mkr. núna. Þetta eru tvöhundruð þúsund króna hækkun á mánuði.

6.     Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með 1.584 þús. kr. á mánuði en 1.058 einstaklingar á listanum eru með hærri laun en hann. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var með 1.175 þús. kr. á mánuði.

7.     Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er með 2.127 þús. kr. á mánuði að jafnaði.

8.     Birtar eru launatekjur 60 hjúkrunarfræðinga í blaðinu, margir hverjir í stjórnunarstöðum, og námu meðaltekjur þeirra um 791 þús. kr. á mánuði að jafnaði.

9.     Gunnar Nelson bardagamaður er tekjuhæsti íþróttamaður landsins – með tæpar 1,8 mkr. á mánuði í fyrra. Íslendingar í knattspyrnu og handbolta erlendis eru ekki skattlagðir hér á landi.

10.   Tvö hundruð efstu í flokki starfsmanna heilbrigðisgeirans, margir hverjir læknar, eru á svipuðu róli og síðast; með um 1,7 mkr. í launatekjur á mánuði.

11.   Tveir efstu í flokki forstjóra, Kári Stefánsson og Árni Harðarson, skera sig svo mikið úr að þeir voru teknir út áður en meðallaunatekjur úrtaksins voru reiknaðar.

12.  Fjórir efstu í flokki næstráðenda skera sig sömuleiðis svo mikið úr að þeir voru teknir út áður en meðallaunatekjur voru reiknaðar.

13.  Næstráðendur í fyrirtækjum eins og Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, Alcoa-Fjarðaáli eru áberandi í efstu sætum í flokki næstráðenda.

14.  Heibrigðisgeirinn. Meðallaunatekjur 200 efstu í þeim flokki, langflestir læknar, eru 1,7 mkr. á mánuði – eða þær sömu og á síðasta ári.

Fjöldi með launatekjur yfir 3 milljónir á mánuði í eftirfarandi flokkum;

 46 forstjórar, 18 hjá fjármálafyrirtækjum, 24 næstráðendur, 5 heilbrigðisstarfsmenn,

 7 verkfræðingar, 1 skólamaður og 14 sjómenn.

 

Tvö hundruð efstu í hverjum flokki: 

Launatekjur á mánuði, skv. Tekjublöðum Frjálsrar verslunar

Tekjublað                                   2013          2014         2015
Forstjórar                                 2,3 mkr.       2,6 mkr.    2,6 mkr.                     r.
Næstráðendur                          1,6 mkr.       2,2 mkr.     2,2 mkr.

Starfsmenn fjármf.                  1,7 mkr.       1,9 mkr.    2,1 mkr.
Heilbrigðisgeiri                       1,4 mkr.      1,7 mkr.     1,7 mkr.

Skólamenn (100 efstu)            1,0 mkr.       1,1 mkr.    1,2 mkr.

 Sjómenn                                   2,5 mkr.      2,5 mkr.     2,1 mk

Tags

More News