Sérlega glæsilegt sprotablað

Fréttir

Sérlega glæsilegt sprotablað

Sprotablaðið er sérlega glæsilegt og 132 síður.

Nýtt og glæsilegt sprotablað Frjálsrar verslunar er komið út. Þetta er viðamikið 132 síðna blað og sérlega fjölbreytt. Að venju er birtur listi yfir 100 áhugaverð sprotafyrirtæki sem dr. Eyþór Ívar Jónsson, yfirmaður frumkvöðlakennslu við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, hefur tekið saman. Fáir þekkja sprotaumhverfið á Íslandi betur en Eyþór Ívar. 

Þá er margs konar annað efni tengt sprotum, frumkvöðlum og nýsköpun.

Þetta er í áttunda sinn sem sprotablað Frjálsrar verslunar kemur út og gefinn er út listi yfir 100 áhugaverð sprotafyrirtæki.

Rætt er við fjölda frumkvöðla í sprotaheiminum.

Þá er mjög athyglisverð grein eftir Má Wolfang Mixa hagfræðing um áhrif af losun fjármagnshafta á atvinnulífið.

Við fræðumst um fyrirlesarann Lars Lagerbäck - en hann er eftirsóttur fyrirlesari um stjórnun.

Álitsgjafarnir eru á sínum stað.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í nærmynd. Það gustar um Gunnar Braga sem er bæði lofaður en þó sennilega oftar lastaður. 

Leiðarinn ber yfirskriftina Lúxusvandamál.

Þetta og fjölmargt annað er í blaðinu.

Frjáls verslun fæst á næsta blaðsölustað en hagkvæmast er auðvitað að vera áskrifandi.