Viðtal Frjálsrar verslunar við Jón Tetzchner á ÍNN

Fréttir

Viðtal Frjálsrar verslunar við Jón Tetzchner á ÍNN

Jón von Tetzchner í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi.Mynd: Geir Ólafsson

Ég var með fróðlegt viðtal við Jón von Tetzchner, frumkvöðul og forstjóra Vivaldi, í þætti Frjálsrar verslunar, VIÐSKIPTI, á ÍNN sl. vor. Jón stofnaði fyrirtækið Opera Software í Noregi á sínum tíma en það er þekkt fyrir samnefndan vafra. Jón býr núna í Boston og er alþjóðlegur fjárfestir sem meðal annars hefur fjárfest á undanförnum árum á Íslandi, m.a. í fasteignum og sprotafyrirtækjum. Hann opnaði frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi fyrir nokkrum árum til að styðja við íslensk sprotafyrirtæki. Jón setti snemma á árinu vafrann Vivaldi á alþjóðlegan markað og hefur hann fengið góðar móttökur. Vivaldi telst íslenskur vafri.

Hér má nálgast viðtalið við Jón.

http://inntv.is/Horfa_a_thaetti/Vidskipti/?play=128609859