Emmy-verðlaun í auglýsingum til Always-herferðar

Fréttir

Emmy-verðlaun í auglýsingum til Always-herferðar

Ásmundur Helgason, markaðsfræðingur hjá Dynamo.

Ásmundur Helgason, markaðsfræðingur hjá Dynamo, er fastur álitsgjafi í Frjálsri verslun um auglýsingamál. Í nýjasta pistli sínum skrifar hann um Emmy-verðlaunin í kvikmynduðum auglýsingum sem fóru til Always-herferðarinnar.

„Emmy-verðlaunin voru í byrjun september afhent fyrir bestu kvikmynduðu auglýsingar ársins í Bandaríkjunum. Þó að við hér á Íslandi höfum ekki yfir að ráða sama fjármagni og stærstu vörumerkin vestan hafs sigrar góð hugmynd alltaf að lokum. Nýlega kom upp umræða um að auglýsingar hér á Íslandi væru ekki eins skemmtilegar og vel gerðar og erlendar auglýsingar og að okkur hefði farið aftur í auglýsingagerð. Ekki skal lagt mat á það en það er morgunljóst að með því að skoða það sem er gert erlendis má fá nýjar og skemmtilegar hugmyndir.

Emmy-verðlaunin fóru til hinnar margverðlaunuðu Always-herferðar; Like a girl. Afar sterk og frumleg herferð sem hefur vakið mikla athygli. Aðrar auglýsingar sem voru tilnefndar voru Made in New York frá Gatorade, Dream on frá Adobe Photoshop, With Dad frá Nissan, Lost Dog frá Budweiser og You are not you frá Snickers.Óhætt er að mæla með því að kíkja á youtube og skoða þessar flottu auglýsingar.“