Viðtal Frjálsrar verslunar við Ingimund Sigurpálsson á ÍNN

Fréttir

Viðtal Frjálsrar verslunar við Ingimund Sigurpálsson á ÍNN

Eftir Jón G. Hauksson

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, er í mjög fróðlegu viðtali við mig í þætti Frjálsrar verslunar, Viðskipti, á ÍNN.

Við komum víða við; ræðum framtíðarsýn Póstsins, stefnumótun, minnkandi bréfasendingar, stóraukin umsvif í minni pökkum, einkavæðingu póstfyrirtækja erlendis og hvað ríkið ætli sér að gera með Íslandspóst í framtíðinni; þ.e. einkavæða hann og setja á markað.

Íslandspóstur er í 82. sæti listans yfir stærstu fyrirtæki landsins, samkvæmt nýrri bók Frjálsrar verslunar, 300 stærstu, sem kemur út í lok vikunnar.

Hér má sjá viðtal mitt við Ingimund í Viðskiptum á ÍNN: 

http://inntv.is/Horfa_a_thaetti/Vidskipti/?play=143521621