Afar fjölbreytt efni í 300 stærstu

Fréttir

Afar fjölbreytt efni í 300 stærstu

Eftir Jón G. Hauksson

Það er afar fjölbreytt efni í bókinni 300 stærstu fyrir utan listana yfir stærstu fyrirtæki landsins.

Það er skemmtileg grafík af gengi hlutabréfa allra fyrirtækja á Nasdaq Iceland síðustu tólf mánuði.

Kauphöllin er 30 ára um þessar mundir og stiklað á stóru í sögu hennar - en hún heitir núna Nasdaq Iceland.

Birtur er listinn yfir 600 verðmætustu fyrirtækin á Norðurlöndunum og hvernig fyrirtækin á Aðallista Nasda Iceland raðast á hann. Össur er verðmætasta fyrirtæki landsins, Icelandair Group í öðru sæti og Marel í því þriðja.

Sagt er frá því hverjir séu forstjórar nokkurra fyrirtækja á 300 stærstu.

Þá er sagt frá ríkasta fólkinu á Norðurlöndum.