Bókin 300 stærstu aldrei eins yfirgripsmikil

Fréttir

Bókin 300 stærstu aldrei eins yfirgripsmikil

Eftir Jón G. Hauksson

Bókin 300 stærstu. Bakgrunnurinn er mynd af íshelli í Vatnajökli.

Bók Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins, 300 stærstu, er komin út og hefur aldrei verið eins yfirgripsmikil.

Bókin er eitt af flaggskipum Frjálsrar verslunar og á sér yfir fjörutíu ára sögu. Það var árið 1973 sem Frjáls verslun gaf fyrst út lista yfir stærstu fyrirtæki landsins og nefndist hann þá 50 stærstu.

Til margra ára var listinn með heitið 100 stærstu þótt á honum væru talsvert fleiri fyrirtæki. Síðan tók titillinn 300 stærstu við.

Þess má geta að um 500 fyrirtæki, sveitarfélög, sjúkrahús, lífeyrissjóðir og stofnanir koma við sögu í bókinni. Raðað er niður á listann eftir veltu.

Icelandair Group er stærsta fyrirtæki landsins.