Viðtalið við Kristínu Pétursdóttur í Viðskiptum

Fréttir

Viðtalið við Kristínu Pétursdóttur í Viðskiptum

Eftir Jón G. Hauksson

Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður fjármálafyrirtækisins Virðingar. Hún er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Skýja.

Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Virðingar, er í mjög fínu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Skýja. Páll Ásgeir Ásgeirsson tók viðtalið. 

Kristín sagði starfi sínu lausu hjá Kaupþingi árið 2006 og stofnaði árið síðar fjármálafyrirtækið Auði Capital.

Hún ræðir um staðalímyndir kynjanna í fjármálaheiminum og segir að best fari á því að við stjórn fyrirtækja að jafnræði ríki milli kynjanna.

Í framhaldinu af Skýjaviðtalinu fékk Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og annar tveggja ritstjóra Skýja, Kristínu í þátt Frjálsrar verslunar, Viðskipti, á ÍNN.

Hér má sjá viðtalið við Kristínu - en hún var fyrsti gestur þáttarins eftir viðtalið við Sigurð Pálma og auglýsingahlé.

https://vimeo.com/144490841

Og hér er fyrsta opnan af viðtalinu við hana í nýjasta tölublaði Skýja.