Eingöngu starfað í kauphöllum

Fréttir

Eingöngu starfað í kauphöllum

Eftir Jón G. Hauksson

Kristrún Kristjánsdóttir, hagfræðingur hjá Nasdaq Iceland. Hún vann um árabil á Wall Street og er eini Íslendingurinn sem hefur eingöngu unnið í kauphöllum.

Það leika það ekki allir eftir að hafa einungis unnið í kauphöllum. Það hefur hins vegar Kristrún Kristjánsdóttir hjá Nasdaq Iceland gert. Hún vann um árabil á Wall Street, fyrst hjá American Stock Exchange og síðan hjá Nasdaq sem keypti American Stock Exchange árið 2000.

Eftir að hún flutti heim hóf hún störf hjá Kauphöll Íslands sem síðar varð hluti af  OMX Nordic kauphöllunum. Og viti menn; Nasdaq í Bandaríkjunum keypti OMX Nordic kauphallirnar. Það með varð kauphöllin að Nasdaq Iceland og Kristrún komin aftur í vinnu hjá því ágæta fyrirtæki.

Hér má sjá mjög skemmtilegt viðtal við Kristrúnu. Það kemur á eftir viðtali við Eyþór Arnalds. Stillið á 14:30 á myndbandinu.

http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Vidskipti/?play=144882446