Ný hugsun - skattkerfi án tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja

Fréttir

Ný hugsun - skattkerfi án tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja

Grein Einars í áramótablaði Frjálsrar verslunar hefur fengið mikið umtal - meðal annars í morgunþættinum Í bítið á Bylgjunni.

Í áramótablaði Frjálsrar verslunar setur Einar Guðbjartsson, dósent við Háskóla Íslands, fram byltingarkennda breytingu á skattkerfinu - en nær væri þó að tala um nýja hugsun – nýja nálgun.

Þessi grein Einars hefur vakið mikla athygli. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni og morguninn eftir ræddu þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Nielsen um þessa mjög svo athyglisverðu grein.

Hin nýja hugsun er skattkerfi án tekjuskatts á fyrirtæki og einstaklinga og án skatta á launagreiðslur og vinnuafl. Þess í stað yrði tekinn upp flatur samfélagsskattur á viðskipti - ekki ólíkur gamla söluskattinum. Hann kæmi til viðbótar við virðisaukaskattinn.

Einfalt kerfi, yfir 40 til 50 skattstofnar dytti út. Skattkerfið hefur nokkur hlutverk, eins og 1) Tekjuöflun ríkissjóðs, 2) Tekjudreifingu 3) Tæki til hagstjórnar, 4) Styrktarkerfi og 5) Neyslustýringu. 

Þetta nýja skattkerfi myndi örva öll viðskipti og stækka hagkerfið.

SJÁ SJÓNVARPSVIÐTAL VIÐ EINAR Í VIÐSKIPTAÞÆTTI FRJÁLSRAR VERSLUNAR

Ég ræddi við Einar í þætti Frjálsrar verslunar á ÍNN, Viðskiptum, og hér er hlekkur á þáttinn.

Þess utan ræði ég við hagfræðingana Eyþór Ívar Jónsson og Sigurð B. Stefánsson.

https://vimeo.com/151896642