Iceland Tourism Invest sett í Hörpu

Fréttir

Iceland Tourism Invest sett í Hörpu

Ferðaþjónusturáðstefnan og -sýningin Iceland Tourism Invest Conference + Exhibition (ITICE) var sett í Hörpu í morgun. Um er að ræða eina viðamestu  ferðaþjónusturáðstefnu Íslandssögunnar samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum ITICE. Á sýningunni kynna birgjar ferðaþjónustunnar það nýjasta í vöru- og þjónustuframboði sínu ásamt fleiri aðilum. Fjöldi íslenskra og erlendra fyrirlesara halda síðan erindi á sérstakri ráðstefnu sem haldin er samhliða sýningunni. Rástefnan- og sýningin standa yfir dagana 29. febrúar - 1. mars.

Margt var um manninn í morgun og mátti m.a. sjá ráðherra ferðamála, Ragnheiði Elínu Árnadóttur heilsa upp á sýningaraðila og gesti.

Nánari upplýsingar má nálgast hér http://www.reykjavikconference.com/