Ávöxtun allra reikninga í bankakerfinu

Fréttir

Ávöxtun allra reikninga í bankakerfinu

Í nýju tölublaði Frjálsrara verslunar er yfirlit yfir ábvöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi - sem og sjóða allra helstu verðbréfafyrirtækja.

Alls 197 innlánsreikningar og sjóðir; hvorki meira né minna. Í engum öðrum fjölmiðli á Íslandi en Frjálsri verslun er hægt að sjá yfirlit yfir ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi á síðasta ári - sem og ávöxtun allra sjóða helstu verðbréfafyrirtækjanna.

Þetta er stórfróðlegt yfirlit og þriðja árið í röð sem Frjáls verslun gerir úttekt á ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu. 

Óverðtryggðir reikningar - en bundnir - gáfu í flestum tilvikum hæstu raunávöxtunina.

Óverðtryggður reikingur, bundinn í 60 mánuði hjá Landsbankanum, skilaði 3,92% ársávöxtun; raunávöxtun; og var á toppnum af innlánsreikningum bankanna.

Sjóðir Landsbréfa; hlutabréfasjóðir; Öndvegisbréf: skiluðu 45,35% ársávöxtun; raunávöxtun; og voru á toppnum af sjóðum verðbréfafyrirtækjanna og rétt sjónarmun á undan Sjóðum Júpíters; Eignaleið 4; hlutabréfasafni, sem skilaði 45,00% raunávöxtun á síðasta ári.

RAUNÁVÖXTUN - ÁRSÁVÖXTUN - BANKARNIR

Þessir reikningar báru hæstu raunávöxtun hjá hverju fjármálafyrirtæki fyrir sig:

Arion banki; óverðtryggður, bundinn í 24 mán.: 2,75%.

Íslandsbanki: óverðtryggður, bundinn í 36 mán.: 2,64%.

Landsbankinn; óverðtryggður, bundinn í 60 mán.: 3,92%.

Kvika; óverðtryggður, bundinn, 31 dagur, lágm. 50 mkr.; 3,01%.

Sparisjóðirnir; verðtryggðir; Framtíðarsjóður: 2,10%.

Ársávöxtun - sjóðirnir

Sjóðir Íslandssjóða; Hlutabréfasjóðurinn; 41,08%.

Sjóðir Júpíters; Eignaleið 4; hlutabréfasafn: 45,00%.

Sjóðir Landsbréfa; hlutabréfasjóðir; Öndvegisbréf: 45,35%.

Sjóðir Stefnis; Eignaval hlutabréf: 42,72%.

Sjóðir ÍV sjóða: hlutabréfasjóðir; ÍV Hlutabréfavísitölur; 37,81%.

Sjóðir Rekstrarfélags Virðingar; hlutabréfasjóðir; Íslensk hlutabréf; 39,31%.

 

Nældu þér í Frjálsa verslun og lestu þessa stórfróðlegu úttekt yfir 197 innlánsreikninga bankanna og sjóða stærstu verðbréfafyrirtækjanna.