Skortir sáttasemjara völd?

Fréttir

Skortir sáttasemjara völd?

Skortir embætti ríkissáttasemjara á Íslandi völd? Það er niðurstaðan í fróðlegri fréttaskýringu Gísla Kristjánssonar blaðamanns í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Ríkissáttasemjarar á Norðurlöndum hafa mun meiri völd og geta frestað verkföllum og lagt fram sáttatillögur sem koma í veg fyrir svokallað „höfrungahlaup“ á vinnumarkaði.

Stóra spurningin er auðvitað hvort hægt sé að fækka vinnudeilum og verkföllum á Íslandi. Verkföll eru fátíðari á Norðurlöndum og löggjafinn ekki notaður til að höggva á hnúta.

Nældu þér í nýtt tölublað Frjálsrar verslunar á næsta sölustað.