Stórglæsilegt blað Frjálsrar verslunar

Fréttir

Stórglæsilegt blað Frjálsrar verslunar

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er í forsíðuviðtali Frjálsrar verslunar að þessu sinni.

„Ég nærist á eldmóðinum,“ segir Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, í afar fróðlegu og skemmtilegu forsíðuviðtali í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Flugáætlun Skúla einkennist af eldmóði og metnaði og stefnir félagið á 40 milljarða veltu á þessu ári. Náist þetta kappsfulla markmið Skúla verður um fjórfalda veltuaukningu að ræða á aðeins tveimur árum. Félagið skilaði 1,1 milljarðs króna hagnaði á síðasta ári eftir skatta og framtíðarsýn Skúla á reksturinn er skýr. Það var Ásta S. Kristjánsdóttir ljósmyndari sem tók forsíðumyndina af Skúla en forsíða blaðsins hefur vakið verulega athygli.

Þá er vert að vekja athygli á efnismiklu yfirliti blaðsins yfir ávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi - sem og ávöxtun allra helstu sjóða verðbréfafyrirtækjanna. Þetta er í þriðja árið í röð sem Frjáls verslun gerir slíkt yfirlit.

Þá er mjög fróðlegur kafli um uppgjör allra íslensku hlutafélaganna á aðallista Nasdaq Iceland.

Blaðið er að venju efnismikið og hefur fengið fínar móttökur í sölu - en það fæst í bókabúðum og á öllum helstu blaðsölustöðum landsins.

EFNISYFIRLIT

Leiðari: Hvers virði er Ísland?

Iðnþing: Stóra myndin í atvinnulífinu.

Adidas: Danskur kraftaverkakarl tekur við.

Sigmar í Stjörnu-Odda: Vinnur fyrir Bill og Melindu Gates.

Vinnudeilur: Skortir sáttasemjara völd?

Skattkerfið:  211 breytingar á skattkerfinu frá 2007.

Álitsgjafarnir:

Ragnar Árnason: Lausbeislaðar og vanhæfar eftirlitsstofnanir.

Árni Þór Árnason: Kusk á hvítflibba.

Gísli Kristjánsson: Sóun á mistökum.

Forsíðuefni: Flugáætlun Skúla Mogensen. WOW vex fljúgandi hratt.

Stjórnun: Stjórnun og endurmenntun. Hvert áttu að leita varðandi endurmenntun og námskeið?

Stjórnarhættir: Góð stjórnun byrjar á góðum stjórnarháttum.

Stjórnun: Er hægt að ná langt án erfiðis?

Herdís Pála: Ert þú einn af froskunum fimm?

Attentus: Nýtum straumlínustjórnun í mannauðsstjórnun.

Fræðsla:  Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Fræðsla: Opni háskólinn í HR.

Fræðsla: Hugtak mannauðsráðgjöf.

Fræðsla: IÐAN fræðslusetur.

Fræðsla: Dale Carnegie.

Fræðsla: Háskólinn á Bifröst.

Fjármál: Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi.

Fjármál: Ný bók um eignastýringu og fjárfestingar.

Fjármál: Ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða í samanburði við þá erlendu.

Fjármál: Nasdaq Iceland: Uppgjör allra félaga á aðallista Nasdaq Iceland.

Kvikmyndir: Kántrí og djass.

Fólk: Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja.