Tekjur Stefáns Loga og Sigurðar G. rangar í Tekjublaðinu

Fréttir

Tekjur Stefáns Loga og Sigurðar G. rangar í Tekjublaðinu

Launatekjur Stefáns Loga Haraldssonar, framkvæmastjóra Límtrés-Vírnets, og Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns eru rangar í Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

​Launatekjur Stefáns Loga Haraldssonar, framkvæmastjóra Límtrés-Vírnets, og Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns eru rangar í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Stefán Logi er með 1,6 milljónir króna á mánuði en ekki 16,4 milljónir á mánuði, eins og fram kemur í Tekjublaðinu. Sigurður G. Guðjónsson er með 3 milljónir á mánuði en ekki 28,8 milljónir króna eins og segir í blaðinu. Um er að ræða villur í innslætti sem hafa komist í gegnum mjög strangt innsláttarkerfi Frjálsrar verslunar – sem er með innbyggt villumeldingarkerfi sem augljóslega þarf að bæta enn frekar. Frjáls verslun biður þá Stefán Loga Haraldsson og Sigurð G. Guðjónsson afsökunar á þessum leiðu mistökum.

Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar