Blaðið um 100 áhrifamestu konurnar er komið út

Fréttir

Blaðið um 100 áhrifamestu konurnar er komið út

Hið árlega blað Frjálsrar verslunar um 100 áhrifamestu konurnar í íslensku atvinnulífi var að koma úr prentsmiðjunni og er komið í dreifingu til áskrifenda og í verslanir. Blaðið er einstaklega veglegt í ár, alls 228 blaðsíður og stútfullt af fróðlegu lesefni.

Einkenni góðra leiðtoga
Í blaðinu í ár er m.a. sú nýbreytni að rætt er við fjölmarga nána samstarfsmenn, vini eða ættingja ýmissa kvenna sem eru á listanum yfir 100 áhrifamestu konurnar. Þetta gefur skemmtilega innsýn í líf og persónueinkenni þeirra kvenleiðtoga sem taldir eru skara fram úr í íslensku efnahagslífi að mati blaðsins.

Hægt er að panta áskrift að Frjálsri verslun í s. 512-7575 eða á netfangið [email protected]. Ársáskrift kostar einungis kr. 13.416 ef greitt er með greiðslukorti. Innifalið í áskrift er m.a. Tekjublaðið, Kvennablaðið og bókin um 300 stærstu fyrirtækin sem að okkar mati er skyldueign allra stjórnenda í viðskiptalífinu.