Funheitt sprotablað Frjálsrar verslunar

Fréttir

Funheitt sprotablað Frjálsrar verslunar

Eftir Jón G. Hauksson

Nokkrir stjórnendur sprotafyrirtækja prýða forsíðuna.

Eitt glæsilegasta sprotablað Frjálsrar verslunar frá upphafi er komið út. Að venju er birtur listi yfir 100 áhugaverð sprotafyrirtæki og hefur Dr. Eyþór Ívar Jónsson hagfræðingur haft veg og vanda af gerð listans frá upphafi. Eyþór er forstöðumaður nýsköpunar- og frumkvöðlakennslu í MBA-námi Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS). Hann er einn allra fróðasti maður um sprotaumhverfið og nýsköpun á Íslandi. Þetta er níunda árið í röð sem Frjáls verslun gefur út lista yfir 100 áhugaverð sprotafyrirtæki.

Í leiðaranum er fjallað um lokun Plain Vanilla og mikilvægi góðs viðhorfs til sprotafyrirtækja – og að það sé litið á það sem afrek en ekki mistök þegar sprotafyrirtæki komast á legg og ná góðu flugi þótt um tímabundinn sigur sé að ræða.

Rætt er við stjórnendur 15 sprotafyrirtækja og er þetta tölublað Frjálsrar versluanr raunar allt meira og minna undirlagt þessu góða efni: sprotafyrirtækjum og nýsköpun.

Stórfróðlegur blaðauki er um íslenska barnafataframleiðslu – og rætt við tíu þekktar konur sem framleiða barnafatnað.

Nældu þér í eintak af sprotablaði Frjálsrar verslunar – það fæst á næsta blaðsölustað.

Efnisyfirlitið lítur annars svona út:

Leiðari: Afrek en ekki mistök.

Forsetinn: Embættistaka forseta Íslands.

Strategíudagurinn: Hvernig vinna stjórnir?

Losun hafta: Víðtæk áhrif til góðs.

Álitsgjafar.

Ragnar Árnason: Sama peningastefna – sömu áhrif.

Loftur Ólafsson: Bleiki pardusinn í Ríó.

Árni Þór Árnason: Hentugleikar leikskólanna.

Forsíðuefni: 100 áhugaverð sprotafyrirtæki.

Eyþór Ívar Jónsson: Dýrin í vaxtarskóginum.

Sprotar: Fjármálamiðstöðin sem gleymdist.

Sprotar: Viðtöl við forráðamenn fimmtán sprotafyrirtækja.

Startup Reykjavik: Fjárfest í tíu frumkvöðlum.

Kynning: GeoSilica.

Kynning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Kynning: Íslandsstofa.

Kynning: Arion banki.

Fjármál: Hvar er fjársjóði að finna fyrir sprotafyrirtæki?

Gestur Pétursson: Forstjóri Elkem ræðir um nýsköpun og sprota í kringum kísiliðnaðinn.

Greenqloud: Rætt við Jón Þorgrím Stefánsson, forstjóra Greenqloud.

Auðunn Gunnar Eiríksson: Er stytting vinnuvikunnar raunhæf?

Blaðauki: Mikil gróska í framleiðslu íslensks barnafatnaðar.

Bílar.

Kvikmyndir: Emily Blunt er stúlkan í lestinni.

Lokaorð: Rætt við Ingvald Thor Einarsson um skýjalausnir varðandi bókhalds- og samskiptakerfi.