Icelandair Group trónir á toppnum

Fréttir

Icelandair Group trónir á toppnum

Eftir Jón G. Hauksson

Icelandair Group er stærsta fyrirtæki landsins með yfir 150 milljarða króna í veltu, samkvæm nýjum lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins. Umsvif félagsins jukust um 15 prósent á síðasta ári og félagið skilaði 18,5 milljarða króna hagnaði fyrir skatta. Eigið fé félagsins er 59 milljarðar króna.

Marel er í öðru sæti listans og velti um 120 milljörðum króna og hagnaðist um rúma 10 milljarða króna fyrir skatta. Arion banki er í þriðja sæti og munar þar ekki síst um umtalsvert endurmat á eignum félagsins í árslok; meðal annars í Bakkavör Group, sem Frjáls verslun tekjufærir á bankann.