35 forstjórar meta stöðuna í atvinnulífinu

Fréttir

35 forstjórar meta stöðuna í atvinnulífinu

Eftir Jón G. Hauksson

Mjög fróðlegur kafli er í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar, bókinni 300 stærstu, þar sem 35 forstjórar svara ellfu spurningum Frjálsrar verslunar og meta stöðuna í atvinnulífinu.

Á meðal þess sem spurt er um er viðskiptasiðferði, einkenni góðra stjórna í fyrirtækjum, hvort ríkið eigi að standa í samkeppnisrekstri, hvar ríkið geti helst hagrætt, greiðsla fyrir aðgang að vinsælum ferðamannastöðum, rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja, forgangsmál forsætisráðherra, Reykjavíkurflugvöllur, gott ráð til ungs fólks sem ætlar að stofna fyrirtæki og mikilvægasta lexía sem viðkomandi hefur lært í viðskiptalífinu.

Svörin eru margbreytileg og á margan hátt nauðsynleg lesning.