Formenn falla

Fréttir

Formenn falla

Eftir Jón G. Hauksson

Fjallað er um formenn stjórnmálaflokka sem hafa fallið í formannskjöri.

Gísli Kristjánsson blaðamaður er með fróðlega fréttaskýringu í bókinni 300 stærstu yfir formenn stjórnmálaflokka sem hafa fallið í formannskjöri. 

Sagt er frá nýlegu formannskjöri í Framsóknarflokknum þar sem Sigurður Ingi felldi Sigumund Davíð Gunnlaugsson.

Þá er fjallað um hið sögulega formannskjör á milli Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar vorið 1991. 

Einnig sagt frá því þegar Jón Baldvin Hannibalsson felldi Kjartan Jóhannsson, formann Alþýðuflokksins, í nóvember 1984.

Sagt er frá erjunum á milli Gunnars og Geirs í Sjálfstæðisflokknum og brotthvarfi Alberts Guðmundssonar. 

Þá er rifjað upp hvernig Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson tóku völdin af Jónasi Jónssyni frá Hriflu 1934. Jónas varð aldrei aftur ráðherra þótt hann gegndi formennsku í flokknum næstu tíu árin. Hann var formaður en í raun án valda.