Tískuverslanaveldi Svövu

Fréttir

Tískuverslanaveldi Svövu

Eftir Jón G. Hauksson

Mynd: Geir Ólafsson

 

Nýtt, fjölbreytt og hörkugott tölublað Frjálsrar verslunar kom út fyrir helgi.

Forsíðuna prýðir Svava Johansen kaupmaður en tískuverslanaveldi hennar, NTC, spannar sautján verslanir og fagnar fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Svava byrjaði aðeins sautján ára að vinna í tískuversluninni Sautján við Laugaveginn og hefur verið atkvæðamikil í sölu tískuvara um árabil. 

Birtur er listi 30 bestu græjur ársins 2016 og er það Kristinn Jón Arnarson sem að venju sér um valið.

Í leiðaranum fjallar Jón G. Hauksson um launahækkun þingmanna og spyr hvort þingmenn eigi að hafa há laun.

Stórskemmtilegt viðtal er við Ragnar Jónasson, metsöluhöfund og yfirlögfræðing Gamma. Bækur hans eru seldar til fjórtán landa og á sama tíma er vinnur hann hörðum höndum við að færa út kvíar Gamma Capital til Bretlands og Bandaríkjanna.

Gísli Kristjánsson, fréttamaður í Osló, gerir úttekt á norræna fasteignamarkaðnum og ber saman fyrstu kaup á íbúðum í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Hann kemst að því að þrátt fyrir alla umræðuna eru fyrstu kaup auðveldust á Íslandi; í Reykjavík.

Þá er vakin athygli á umfangsmikilli umfjöllun um íslenska ráðgjafamarkaðinn sem blómstrar um þessar mundir.

Efnisyfirlitið er annars svona:

Leiðari: Eiga þingmenn að hafa há laun?

Metsöluhöfundur: Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur Gamma.

Fréttaskýring: Fyrstu fasteignakaup auðveldust á Íslandi – þrátt fyrir allt.

Sigur Trumps: Uppreisn hinna ófaglærðu gegn elítunni.

Stjórnun: Er hinn hljóðláti stjórnandi betri?

Kynning: Norðlenska.

Stjórnmál: Tilhugalífið eftir kosningar.

Álitsgjafar

Ragnar Árnason: Stærsta einokunarfyrirtækið á Íslandi.

Árni Þ. Árnason: 5% móta stefnuna, 95% fylgja hugsunarlaust eftir.

Stefanía Óskarsdóttir: Popúlískir stjórnmálamenn.

Herdís Pála: Værir þú besti stjórnandi sem þú hefðir haft?

Græjur ársins: 30 áhugaverðustu græjur ársins.

Tækni: Bestu öpp ársins.

Græja: Gömul græja snýr aftur; gamli góði plötuspilarinn vinsæll.

Forsíðuviðtal: Svava Johansen í Sautján.

Ráðgjöf: Ráðgjafamarkaðurinn með byr í seglin.

Bílar: Geir reynsluekur Benz E220d.

Fólk: Unnur Pálmarsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Zenter.

Kvikmyndir: Múrinn.

Lokaorð: Sagan af stofnun Merrill Lynch.