Vakning meðal stjórnenda

Fréttir

Vakning meðal stjórnenda

Eftir Jón G. Hauksson

Veglegur blaðauki er um ráðgjafamarkaðinn í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar.

 

Ráðgjafamarkaðurinn árið 2016:

Uppsöfnuð þörf fyrir breytingar

Ráðgjafamarkaðurinn er í sókn. Fleiri og fleiri stjórnendur fyrirtækja leita eftir ráðgjöf um reksturinn frá ýmsum sjónarhornum. Þetta er til merkis um meiri fagmennsku í atvinnulífinu. Liðnir eru þeir tímar þegar menn létu vaða á súðum í von um að fljóta til lands einhvers staðar, einhvern tíma.

Núna er talað um uppsafnaða þörf fyrir breytingar. Aukinn stöðugleiki í hagkerfinu leiðir til þess að æ fleiri stjórnendur sjá færi á að bæta reksturinn, bæta stjórnunina og hugsa til lengri tíma. Rætt er um vakningu á meðal stjórnenda við að leita sér ráða og utanaðkomandi aðstoðar við að innleiða kerfi og bæta reksturinn.

Frjáls verslun leitaði til átta fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðgjöf til fyrirtækja. Þetta eru ráðgjafar sem þekkja markaðinn. Allir fengu sömu þrjár gundvallarspurningarnar og svöruðu greiðlega.