Einstök úttekt um hælisleitendur

Fréttir

Einstök úttekt um hælisleitendur

Mynd: Ljósmynd;

Stórglæsilegt tölublað Frjálsrar verslunar er komið út með ítarlegri forsíðuúttekt á tilhæfulausum hælisumsóknum frá Makedóníu og Albaníu sem forsíðuefni. Þessi hópur er oft kallaður efnahagsflóttamenn. Hægt er að halda því fram að aldrei hafi verið gerð jafnviðamikil úttekt á þessu máli af hálfu íslensks fjölmiðils – og frá jafnmörgum hliðum. Yfirskrift þessarar stórfróðlegu úttektar er Gekk ég yfir sjó og land – og vísar í ferðalag þessara hælisleitenda sem nánast öllum er synjað um hæli.

Rætt er við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, Saso D. Andonov, ræðismann Makedóníu, Birgi Jakobsson landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Jónas Guðmundsson, fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Kai Blöndal, yfirlækni göngudeildar sóttvarna, og Lindu Rós Alfreðsdóttur, sérfræðing hjá velferðarráðuneytinu.

Blaðið er annars að venju stórt og glæsilegt – og mjög fjölbreytt.

EFNISYFIRLIT

Leiðari: Að kaupa eigin banka!

Björn Kjos: Ógnar hann afkomu WOW og Icelandair?

Nærmynd: Eyjólfur Árni Rafnsson, nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, er upplitsdjarfur sveitamaður.

Viðburður: Tíu ára afmæli Attentus.

Litríkar verslanir: Góðir nágrannar Frjálsrar verslunar!

Nýr bankastjóri Landsbankans: Lilja er mætt á stóra sviðið!

Knattspyrna: Valur yfirtekur Valsmenn hf.

Álitsgjafar:

Ragnar Árnason: Skynsamlegt að fjárfesta í vegakerfinu.

Stefanía Óskarsdóttir: Skuldaklukkan tifar fyrir vestan

Árni Þór Árnason: Skotgrafir grafnar – innrásin frá Costco!

Hælisleitendur: Efnahagslegir hælisleitendur með tilhæfulausar umsóknir streyma til Íslands. Hvernig á að bregðast við?

Afnám hafta: Hver segir að lífeyrissjóðirnir fari út? Stórfróðleg grein eftir Má Wolfgang Mixa.

Úttekt Frjálsrar verslunar: Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi.

Mennt er máttur: Háskólarnir kynna endurmenntun sína og ýmis áhugaverð námskeið.

Markþjálfun: Allir stjórnendur Festi fóru í leiðtogamarkþjálfun!

Markþjálfun: Rætt við Svövu Bjarnadóttur um leiðtogamarkþjálfun en hún þjálfaði alla stjórnendurna hjá Festi.

Stjórnarhættir: Lucy P. Marcus er einn kunnasti sérfræðingur heims í stjórnarháttum.

Breytingastjórnun: Herdís Pála: Breyttar hugmyndir nýrra kynslóða!

Stjórnun: Ertu með of marga bolta á lofti í vinnu og einkalífi?

Borgaralaun: Eitt af úrræðunum sem rædd voru í Davos.

Stjórnun: Hvað eru hnippingar í stjórnun?

Bílar: Páll Stefánsson skoðar hina hliðina á bílamarkaðnum.

Bílar: Reynsluakstur Geirs Ólafssonar.

Stjórnvísi: Verðlaunahátíð Stjórnvísi var sérlega glæsileg.

Kauphöllin: Hrina aðalfunda skráðra félaga í kauphöllinni Nasdaq Iceland er að baki! Yfirlit yfir alla stærstu hluthafa og stjórnarmenn.

Fólk:

Lokaorðin: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.