Stórfróðlegt viðtal við Róbert Wessman

Fréttir

Stórfróðlegt viðtal við Róbert Wessman

Afar fróðlegt og lærdómsríkt viðtal um stjórnun og uppbyggingu stórfyrirtækja er við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen, í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar.

Stórfróðlegt viðtal er við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen, í nýútkomnu tölublaði Frjálsrar verslunar. Árangur hans við að byggja upp tvö alþjóðleg stórfyrirtæki, Actavis og Alvogen, þykir það eftirtektarverður að hann er notaður í verkefnum í viðskiptafræði við Harvard, Columbia, Babson College og fleiri háskóla í Bandaríkjunum. Samhliða viðtalinu við Róbert er efnismikið viðtal við Daniel Isenberg, fyrrum prófessor við Harvard og nú prófessor við Babson College, um Róbert. Hann segir Róbert meðal fimm fremstu stjórnenda í heimi. „Jafnvel Bill Gates og Elon Musk hjá Tesla gætu lært mikið af honum,“ segir Daniel.

Fjölmargt annað fróðlegt efni er í blaðinu. Rætt er við Jón von Tetzchner um Vivaldi vafrann. Sá vafri er óskavafri sjóaðra. Brandenburg var útnefnd stofa ársins há ÍMARK á síðustu hátíð og rætt er við Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um auglýsingamarkaðinn og helstu breytingar á honum.

Leiðari: Costco-risinn berst við Golíat!

Markaðsmál: Ragnar Gunnarsson í Brandenburg.

Attentus: Jafnlaunavottunin! Hvernig á að bera sig að?

Vivaldi: Rætt við Jón von Tetzchner um Vivaldi-vafrann.

Kauphöllin:  Óróinn í kringum VÍS.

Álitsgjafar: 

Ragnar Árnason: Lóðaskortur er afleiðing af einokun ríkisins!

Loftur Ólafsson: „Óvenjulegi Jói“.

Stefanía Óskarsdóttir: Hvert verður framhald ríkisstjórnarinnar?

Árni Þór Árnason: Jafnrétti kynjanna komið út í öfgar!

Stjórnun: Taktu próf í stjórnun um sjálfan þig.

Forsíðuefnið: Yfirgripsmikið viðtal við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen. Árangur hans er notaður í verkefnum við Harvard og Columbia háskólana.

Forsíðuefnið: Rætt við Daniel Isenberg, fyrrum prófessor við Harvard og nú prófessor við Babson College, um árangur Róberts Wessman.

Iðnaður: Blaðauki um iðnaðinn.

Námskeið: Vinsælt námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands um ráð gegn ótta og kvíða.

Auglýsingahátíð ÍMARK: Hvernig voru auglýsingarnar sem sigruðu á auglýsingahátíð  ÍMARK?

Jóhannes Þór: Hann varð þjóðþekktur sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs og byggir núna upp fyrirtæki sitt Orðspor.

Bílar: Geir Ólafsson, ljósmyndari Frjálsrar verslunar, reynsluekur Jaguar.

Lokaorð: Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.