Óróinn innan VÍS

Fréttir

Óróinn innan VÍS

Fróðleg fréttaskýring er um óróann í VÍS í nýútkomnu tölublaði Frjálsrar verslunar.

 

Snörp fréttaskýring er í nýútkomunu tölublaði Frjálsrar verslunar um óróann í VÍS - en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Þessi órói hverfist um fjárfestingarnar í Kviku. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands og fyrrverandi formaður stjórnar, sagði sig óvænt úr stjórninni og bar við ólíkri sýn á stjórnarhætti í félaginu. Þá hefur lífeyrissjóðurinn Gildi minnkað hlut sinn í félaginu og ber sömuleiðis við óánægju með stjórnarhætti. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segir engin átök inn stjórnar VÍS. VÍS á núna 25% hlut í Kviku en jafnframt eiga þrír hluthafar VÍS, hjónin Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn ásamt Sigurði Bollasyni, 15% hlut í Kviku.

Innan viðskiptalífsins hefur einnig verið rætt um að hugmyndir hafi verið viðraðar innan stjórnar VÍS um að breyta hlutverki forstjóra fé­ lagsins á þá leið að hann annaðist fyrst og fremst vátryggingarstarfsemi en kæmi minna að fjárfestingum félagsins - og að stjórn félagsins kæmi þess í stað meira að þeim. 

Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, tilkynnti óvænt fyrir nokkrum vikum að hann léti af störfum eftir átta mánaða setu (og enginn vissi til að hann væri á förum) og hefði ráðið sig sem forstjóra stórfyrirtækisins Victrex í Bretlandi – en Jakob er efnafræðingur að mennt. Helgi Bjarnason, tryggingastærðfræðingur og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn forstjóri VÍS í stað Jakobs. Helgi vann um tíma hjá Sjóvá og hefur gegnt stjórnarformennsku í Verði. Hann er því öllum hnútum kunngur á tryggingamarkaðnum.

Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í fréttaskýringunni.

Frjáls verslun fæst á öllum helstu blaðsölustöðum.

Áskriftarsíminn er 512-7575.