100 áhrifamestu konurnar 2017

Fréttir

100 áhrifamestu konurnar 2017

Stórt og efnismikið 228 síðna blað Frjálsrar verslunar um 100 áhrifamestu konurnar 2017 er komið út. Blaðið er einstaklega yfirgripsmikið og fjöldi áhrifakvenna svarar spurningum Frjálsrar verslunar um stöðuna í viðskiptalífinu.Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, prýðir forsíðuna. Þetta er sérlega áhugavert blað sem allir áhugasamir um viðskipti og efnahagsmál ættu að verða sér úti um. Margt annað fróðlegt efni er í blaðinu. Að venju er birtur listi yfir þær konur sem sitja í stjórnum 100 stærstu fyrirtækja landsins - sem og þeim konum sem sitja í framkvæmdastjórnum 100 stærstu fyrirtækja landsins. Leiðari Jóns G. Haukssonar nefnist Ánægjuleg ekki-frétt.

En hér kemur efnisyfirlit þessa vandaða blaðs:

Leiðari: Ánægjuleg ekki-frétt!

Elly: Stjarna er fædd.

Bækur: Forystuþjóð!

Herdís Pála: Að stjórna mannauðnum eins og fjármálum.

Árný Elíasdóttir: Eru konur hugaðri stjórnendur?

Unify: Svava Jónsdóttir blaðamaður hefur látið málefni Unify til sín taka.

Álitsgjafar:

Ragnar Árnason: Hlýnun jarðar: Hvað segja vísindin?

Gísli Kristjánsson: Deilan í hnút – hvað er til ráða?

Forsíðuefnið: 100 áhrifamestu konurnar – aðallistinn.

Forsíðuefnið: Setið fyrir svörum – um 50 konur svara spurningum Frjálsrar verslunar.

Forystukonur: Ivanka Trump og fleiri í Bandaríkjunum.

Guðlaug Jónsdóttir: Hönnuður á heimsmælikvarða í Los Angeles.

Konur í forsvari: Konur kynna fyrirtækin sem þær starfa hjá.

Emmin þrjú í Evrópu: May, Merkel og Macron.

Stjórnarkonur: Konurnar í stjórnum 100 stærstu fyrirtækjanna.

Næstráðendur: Konur sem næstráðendur í stjórnum 100 stærstu fyrirtækjanna.

Selma Kaldalóns: Líf hennar og list!

Arkitektúr: Veröld – hús Vigdísar.

Guðrún Hjaltalín: Bleikur riffill.

Norðurslóðir: Rætt við rússneska sendiherrann á Íslandi.

Norðurslóðir: Rætt við Heiðar Guðjónsson fjárfesti.

Bílar:  Geir reynsluekur Peugeot 3008 Allure.

Mæðgur: Þær stjórna FKA, Stjórnvísi og Flugfreyjufélagi Íslands.