4. tbl. tímaritsins Ský er komið út

Ólafur Arnalds, tónlistarmaður prýðir forsíðuna að þessu sinni. Í blaðinu er ítarlegt og fróðlegt viðtal við Ólaf sem ásamt Björk og Sigurrós er orðinn eitt þekktasta vörumerki landsins á tónlistarsviðinu. Ólafur hlaut nýverið Óskarsverðlaun breska kvikmynda-iðnaðarins (BAFTA) fyrir tónlist sem...

Skotar sögðu nei (JGH)

Eftir Jón G. Hauksson
Skotar höfnuðu sjálfstæði og sögðu NEI í kosningunum. Í kjölfarið hyggst Alex Salmond, forsætis- ráðherra Skotlands, segja af sér. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Hann vann kosningarnar 2011 í Skotlandi út á þessa sjálfstæðisbaráttu þar sem helsta kosningaloforð hans var þjóðaratkvæðagreiðsla...

Sennilega stendur Hanna Birna þetta af sér (JGH)

Eftir Jón G. Hauksson
Ég hélt um tíma að Hanna Birna væri búin að vera í stjórnmálum en hallast að því núna að hún standi rimmuna af sér. Framtíð hennar er að vísu undir kjósendum komin og þeir hafa lokaorðið – sem og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Eftir allt bröltið í þessu furðulega Seinna-Lekamáli, þ.e. samskiptum...

Tekjublaðið: Verulegt launaskrið meðal forstjóra

Eftir að hafa verið svolitlir eftirbátar sjómanna síðustu tvö árin fara forstjórar núna fram úr þeim, samkvæmt nýju og sjóðheitu Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun og verður í sölu næsta hálfan mánuðinn. Í blaðinu eru birtar launatekjur yfir 3.500 einstaklinga á síðasta ári...

Úttekt Hannesar Hólmsteins (JGH)

Eftir Jón G. Hauksson
Miklar umræður hafa orðið um þá ákvörðun að verja 10 milljónum króna í úttekt á hinum erlenda áhrifaþætti bankahrunsins en Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun leiða verkið. Í leiðara nýjasta tölublaðs Frjálsrar verslunar fjalla ég um fyrirhugaði úttekt Hannesar og fagna henni.

Dagur og Tommi á Búllunni

Í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar eru ítarleg viðtöl við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Tómas A. Tómasson, kunnasta og líklegast orðheppnasta veitingamann landsins en hann fer á kostum í viðtalinu

100 áhrifamestu konurnar

Blað Frjálsrar verslunar yfir 100 áhrifamestu konurnar er komið út og hefur sjaldan verið jafn efnismikið og glæsilegt. Vakin er athygli á fjölmörgum áhugaverðum viðtölum við áhrifakonur í blaðinu - en rætt er við hátt í fjörutíu konur á listanum yfir 100 áhrifamestu konurnar.

Sumarblað Skýja er komið út

Glæsilegt sumarblað tímaritsins Skýja er komið út. Þetta er 3. tölublað ársins. Forsíðuviðtalið er við stjörnuleikkonuna Heru Hilmarsdóttur sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Vonarstræti. Hún er jafnframt umtalaðasta leikkona landsins; ung, hæfileikarík og með metnað til að ná langt.

Hvers virði er vörumerkið Jón Gnarr?

Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er afar fróðleg og ítarlegt úttekt á virði vörumerkja og stjórnmálamönnum sem vörumerkjum. Hvers vegna eru vörumerki einhvers virði og hvað gerir þau verðmæt? Þessum spurningum er svarað í greininni í merku viðtali við Friðrik Eysteinsson, markaðsfræðing og einn...

Frjáls Verslun

Sigmundur svarar Björgólfi um planið (JGH)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er í ítarlegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er stórglæsilegt 148 síðna blað með stórum blaðauka um fjármál þar sem í fyrsta sinn á Íslandi er birt yfirlit yfir ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu og...

Pages