Hver er versti andstæðingurinn? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Sumir stjórnmálamenn vilja nýta sér aðstæður til þess að klekkja á andstæðingunum, en klekkja um leið á grundvallarstofnunum ríkisins, ríkisstjórn og Alþingi. Allir verða minni.

Sjö spora endurhæfing fyrir stjórnmálamenn (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Ekkert er stjórnmálamanni jafnmikils virði og traust. Menn eru lengi að ávinna sér það og fljótir að tapa því aftur. Og þá þurfa þeir að byrja á nýjan leik, sem vel að merkja tekst oft, bæði vegna þess að fólk er gleymið og líka vegna þess að almenningur á auðvelt með að fyrirgefa þeim sem iðrast...

Við erum öll kröfuhafar (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
„Viðmælendur Morgunblaðsins segja að lítið skattalegt hagræði sé að því að halda úti félagi á aflandseyju á borð við Tortola. Félögin séu því fyrst og fremst til þess að fela eignarhald eða til að dylja fé og eignir sem eitthvað athugavert er við hvernig hafi myndast.“

Jenna var vinur minn (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Jenna kenndi okkur íslensku. Ég kann hana enn þann dag í dag, þannig að líklega hefur hún verið ágætur kennari.

Létt próf, en hvað svo? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Sumir hafa kvartað undan því að á Viðreisnarprófinu sé nánast óhjákvæmilegt að fá hátt skor. Flestum ætti að vera það fagnaðarefni að finna stjórnmálaflokk sem er sammála þeim í flestu, en auðvitað fara ekki alltaf saman orð og gerðir. Fagurt skal mæla en flátt hyggja er leið margra fram að...

Svona verður umræðan þegar rökin vantar (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Þeir sem hafa slæman málstað að verja grípa oft til raka sem ekkert hald er í, en geta þó blekkt fólk. Auðvitað er ekkert um það að segja að kjánar beiti falsrökum eða rökleysum, en leiðinlegt þegar greint fólk fellur í sama brunn, því að það veit betur.

Gleymda sumarið ´72 (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég í manni sem ég hitti síðast sumarið 1972. Svo undarlega vildi til að hann mundi ekkert eftir því. Og þetta sem var svo skemmtilegt sumar.

Af góðum frænkum (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Ragnhildur Helgadóttir var auðvitað þekkt af stjórnmálaþátttöku frá unga aldri, en mér þótti alltaf vænst um hana vegna þess hve góð hún var við Ólafíu Pétursdóttur, ömmusystur mína.

Pages