Annað

Annað

Með góðu fólki (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Á Reyðarfirði sagði afgreiðslukonan á bensínstöðinni að hún vildi ekkert blanda sér í pólitík. Hún væri heldur ekki búin að kynna sér þessi nýju framboð neitt. Ég hélt nú ekki að það væri vandamál, ég hefði nægan tíma og myndi örugglega komast langt með að skýra stefnuna á hálftíma. „En svo geturðu...

Í Köben árið 1973 (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Danir gengust mikið upp í allskyns kynlífssýningum á þessum árum. Eitt kvöldið vorum við á heimleið á Strikinu. Vatt sér þá að okkur hávær maður með blöðunga sem lýstu dásamlegri djarfri sýningu sem boðið var upp á í hliðargötu. Hann taldi einsýnt að þetta væri skemmtun við okkar hæfi.

Ganga, en ekkert hlaup, í Jökulsárgljúfri (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
„Þetta er erfiðara en það virðist vera“, sagði maðurinn þegar hann hafði fikrað sig upp kaðalinn. Ég var reyndar á niðurleið og aðdráttaraflið var mér bæði hjálparhella og ógnvættur. Í bæklingnum stóð að maður ætti ekki að fara niður í Hafragil með þungar byrðar, en nú hékk ég þarna klyfjaður...

Hekla er eitt hinna minni fjalla á Íslandi (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Eftir 200 skref sýndist mér leiðin lítið hafa styst og önnur 200 bættu litlu við. Þriðji skammturinn náði mér upp á brún, sem var þó lítill ánægjuauki, því að þá sá ég að þetta var alls ekki tindurinn heldur var annar framundan. Þetta var samt ekki bratt og eina lausnin var að halda áfram.

afþreying

Friðsamt Íslandsmót í skrafli

Loftið var lævi blandið í Friðarhúsinu. Úti fyrir stóðu tveir keppendur og reyktu. Þegar blaðamann bar að garði með myndavél höfðu þeir á orði að þeir hefðu gleymt að farða sig í morgun. Það var greinilega þverfótað fyrir blaðamönnum á þessu Íslandsmóti í skrafli.

Upp, upp, upp á fjall (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Samtalið byrjaði svona: „Mér datt í hug …“ Þegar ég heyrði þetta vissi ég að Vigdís var búin að ákveða hvað við ættum að gera. Hennar hugmyndir eru settar fram sem tillögur, en í raun og veru hafa þær sömu stöðu og stjórnarfrumvörp á Alþingi. Það má ræða þau fram og tilbaka, en í raun og veru eru...

The Hills are Alive (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Við sátum undir skyggni af trjágreinum meðan rigningin buldi á. Dalurinn sem fyrir nokkrum mínútum blasti við okkur grænn og blómlegur var núna horfinn í sortann. Þrumurnar færðust stöðugt nær og öðru hvoru sáum við blossann af eldingum. Við veltum því fyrir okkur hvort þetta væri skynsamleg...

Berlínarblús (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Maðurinn á móti mér í strætisvagninum var þéttvaxinn og brosmildur, klæddur í í úlpu sem var græn- og svört köflótt. Hann lagði áherslu á orð sín með því að sveifla höndunum og hélt á sígarettupakka í hægri hendinni og kveikjara í þeirri vinstri. Öðru hvoru lyfti hann pakkanum að vörunum og bjó sig...

Bílar: Fullkomnun

Á arabísku þýðir orðið kamal fullkominn. Það er einmitt nafnið á nýjum jeppa/jepplingi sem Alfa Romeo, ítalski framleiðandinn, kemur með á markaðinn í byrjun næsta árs. Vélin er 3,2 lítra V6 og...

Pages