Sögulegur Fróðleikur

Sögulegur Fróðleikur

Gefið mér kol (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Eftir skemmtilega ferð og fund hélt ég áfram yfir á Norðfjörð. Þar býr Reynir föðurbróðir minn, skemmtilegasti maður á Íslandi. Hann býr núna í íbúð fyrir aldraða, sem ég veit ekki hvernig hann hefur komist inn í því hann er enn ekki genginn í Félag eldri borgara á staðnum, enda ekki nema 94 ára...

20. öldin

20. öldin

Í jólablaði Vísbendingar árið 2000 var farið yfir öldina sem þá var að ganga sitt skeið. Það er til siðs að horfa aftur á tímamótum, aldamót voru tilefnið og tuttugasta öldin til skoðunar. Yfirlitinu er ekki ætlað að vera tæmandi heldur umfram allt til skemmtunar og fróðleiks. Þrír kaflar tilheyra...

Menn

Össur Kristinsson

Össur Kristinsson, frumkvöðull á sviði stoðtækni, er fæddur 5. nóvember 1943. Össur fæddist með aflagaðan fót sem er 15 sentimetrum styttri en hinn fóturinn. Hann hefur því af eigin reynslu þekkingu á stoðtækjum enda hefur hann alla sína ævi gengið með gervifót.

Menn

Pétur H. Blöndal

Pétur H. Blöndal er fæddur árið 1944. Hann hélt til náms í stærðfræði og fleiri greinum í Þýskalandi og lauk doktorsprófi árið 1973. Fyrstu árin eftir að hann kom heim sinnti hann kennslu við Háskóla Íslands en tók árið 1977 við starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Menn

Ottó A. Michelsen

Ottó A. Michelsen var einn helsti frumkvöðull á sviði skrifstofuvéla hér á landi og hann flutti árið 1964 fyrstu IBM-tölvuna hingað til lands. Ottó var fæddur árið 1920 og lést árið 2000.

Menn

Þorvaldur „í Síld og fisk“ Guðmundsson

Athafnamaðurinn Þorvaldur Guðmundsson, sem oftast var kenndur við Síld og fisk, fæddist 9. desember 1911. Undirbúningstímabil Þorvaldar var í herbúðum SÍF frá árinu 1937 til ársins 1944 en tvö síðustu árin þar var hann forstöðumaður niðursuðuverksmiðjunnar.

Menn

Einar Sigurðsson „ríki“

Einar Sigurðsson var fæddur 7. febrúar 1906 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurfinnsson bóndi, formaður og hreppstjóri þar og síðari kona hans, Guðríður Jónsdóttir í Káragerði í Landeyjum. Einar var með afbrigðum bráðger og athafnasamur og 18 ára gamall, að loknu...

Menn

Sveinn Valfells

Sveinn Valfells var fæddur 24. september 1902 að Grenjum á Mýrum. Átján ára gamall hleypti hann heimdraganum og hélt til náms í Verslunarskólanum. Við útskrift var hann efstur í þýsku. Vildi þá svo til að Garðar Gíslason heildsali var á höttunum eftir góðum þýskumanni í þjónustu fyrirtækisins, þar...

Menn

Óskar Halldórsson

Einn frægasti atvinnurekandi landsins fyrr og síðar var Óskar Halldórsson, frægur síldarspekúlant, og kom þó víða við í atvinnurekstri sínum, stundum milljónari, stundum örsnauður, stundum gjaldþrota. En hann reis alltaf upp aftur. Nóbelsskáldið nýtti sér drætti úr ferli hans sem uppistöðu í...

Menn

Konráð Hjálmarsson

Konráð Hjálmarsson var fæddur á Reykjum í Mjóafirði eystra 9. maí 1858. Á þrítugsaldri hóf Konráð útgerð, fyrst á einum árabát en sex til átta þegar þeir voru flestir. Brátt hóf hann einnig verslun svo og fiskverkun í stórum stíl.

Pages