Sögulegur Fróðleikur

Sögulegur Fróðleikur

Menn

Thor Jensen

Árið 1877 steig 15 vetra gamall danskur piltur á land á Borðeyri við Hrútafjörð eftir 37 daga volk yfir Atlantshafið. Hann var ráðinn sem lærlingur til fimm ára til verslunar Valdimars Bryde kauplaust, en hafa skyldi hann húsaskjól, fæði og uppihald.

Menn

Pétur J. Thorsteinsson

Pétur Jens var aðeins 25 ára gamall þegar hann hófst handa á Bíldudal, fullur athafnaþrár, áræðinn og bjartsýnn. Árið 1879 keypti Pétur Bíldudalsverslun.

Fyrirtæki

Íslensk erfðagreining

Í ágústmánuði árið 1996 var deCode genetics Inc. stofnað. Skömmu síðar var dótturfyrirtækið Íslensk erfðagreining stofnað. Frumkvöðullinn Kári Stefánsson kom með róttæka viðskiptahugmynd til landsins og hafði safnað meira af erlendu áhættufjármagni en áður hafði þekkst.

Fyrirtæki

Samherji

Árið 1983 keyptu frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Þorteinn Vilhelmsson og Kristján Vilhelmsson nær allt hlutafé í Samherja hf. og með í kaupunum togarann Guðstein. Togarinn, sem lendi hafði legið við bryggju, var pólskættaður ryðkláfur, skuldum vafinn.

Fyrirtæki

Hagkaup

Verslunin Hagkaup var stofnuð árið 1959 sem póstverslun að amerískri fyrirmynd en þá starfaði verslunin í fjósi við Eskihlíð í Reykjavík. Stofnandinn, Pálmi Jónsson, var lögfræðingur að mennt en hafði ungur fremur hneigst til viðskipta en lögmannsstarfa.

Fyrirtæki

ÍSAL og Landsvirkjun

Ráðamönnum Íslands hafði löngum verið ljóst að íslenskir atvinnuvegir væru býsna einhæfir og þjóðarbúið væri mjög viðkvæmt fyrir áföllum í sjávarútvegi. Því var þess vegna vel tekið þegar Svissneska álfélagið Alusuisse leitaði eftir því árið 1960 að fá að reisa álver hér á landi.

Fyrirtæki

Landssíminn

Upphaf Landssímans var átakameira en ætla mætti. Hannes Hafstein, hinn nýi ráðherra Íslands, beitti sér mjög ákveðið fyrir samningi við Mikla norræna símafélagið um lagningu símastrengs til Íslands og síðan línulagningu innanlands.

Fyrirtæki

Ríkisútvarpið

Þjóðhátíðarárið 1930 tók Ríkisútvarpið til starfa. Höfðu menn í fyrstu gert sér vonir um að útvarpið gæti tekið til starfa fyrir Alþingishátíðina um sumarið. Tilraunasendingar hófust í október, fréttir, upplestrar og hljómleikar til að kanna styrk útsendingar en það var ekki fyrr en þann 21...

Fyrirtæki

Sambandið

Samband íslenskra samvinnufélaga var stofnað 1906. Áratugina á undan höfðu íslenskir bændur verið að reyna að brjótast undan dönsku eða hálfdönsku kaupmannavaldi með því að bindast samtökum um inn- og útflutning.

Fyrirtæki

Morgunblaðið

Einar Benediktsson stóð að fyrstu tilraun til útgáfu dagblaðs hérlendis með útgáfu Dagskrár skömmu fyrir aldamót. Sú tilraun stóð þó fremur stutt og blaðið lognaðist út af. Tíu árum síðar 1906 hóf Jón Ólafsson útgáfu dagblaðs og komu út af því 73 tölublöð.

Pages