Sögulegur Fróðleikur

Sögulegur Fróðleikur

Fyrirtæki

Eimskip

Íslendingar kenndu því löngum um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að reka strandferðarskip en flestar...

Fyrirtæki

Landsbankinn

Íslenskir framámenn áttu erfitt með að sjá að bankar eða ámóta fjármálastofnanir gætu þrifist hér af því að lánsfjárþörfin væri svo tímabundin að banki mundi liggja með fé sitt mikið af árinu. Danskir kaupmenn áttu aðgang að fjármálastofnunum í Kaupmannahöfn og fundu því ekki til neinnar brennandi...

Áratugar

1991-2000

Umbætur Miklar umbætur urðu í efnahagsstjórn á tíunda áratuginum þegar lögð var áhersla á stöðugleika og viðskiptafrelsi en þó urðu mestu umbætur í fyrirtækjageiranum þar sem hætt var að púkka upp á gengdarlausan taprekstur, ríkisfyrirtæki voru einkavætt, víða var tekið til í rekstri fyrirtækja og...

Áratugar

1981-1990

Sukk og sátt Á níunda áratuginum voru tekin mikilvæg framfaraspor, vaxtafrelsi og þjóðarsátt gáfu tóninn fyrir síðasta áratug aldarinnar. Sjóðasukk og verðbólga varð hins vegar til að brennimerkja áratuginn

Áratugar

1971-1980

Glíma Áttundi áratugurinn einkennist af átökum, miklum átökum, glímt var við efnahagsmálin en sú glíma tapaðist, borg og byggð glímdu, einkaframtakið og stjórnvaldið og loks menn og náttúra.

Áratugar

1961-1970

Stórátak Sjöundi áratugurinn einkenndist af stórátaki í efnahagsmálum og stóriðju. Mestu stórátökin voru þó fæðing Surtseyjar árið 1963 .

Áratugar

1951-1960

Sigrar Sjötti áratugurinn einkennist af sigrum, bæði sigrum í efnahagsstjórnun og landhelgissigrum. Þó eru það sigrar líkama og sálar einstaklinga sem voru þjóðinni minnistæðastir.

Áratugar

1941-1950

Stríð og friður Stríðsárin reyndust Íslendingum eins og gott fyllerí en miklar breytingar einkenndu áratuginn, nútímavæðingin hefur sennilega sjaldan verið hraðari á Íslandi.

Áratugar

1931-1940

Fjötrar Vonir þær sem höfðu verið vaktar á þriðja áratugnum voru svæfðar á þeim fjórða. Ríkisafskipti, viðskiptahöft, verkföll og vond hugmyndafræði sáu til þess.

Áratugar

1921-1930

Vonir vakna Þriðji áratugurinn var eitt mesta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar því yfir tíu ára tímabil, frá 1920 til 1930 var hagvöxtur (verg landsframleiðsla) 5,9% á mann á ári hverju að meðaltali.

Pages