leita

ELDRI PISTLAR

Undanfarnar helgar hef ég verið iðinn við að skemmta mér utan heimilis. Stundum í öruggum ranni góðra vina, stundum í stórum hópi. Þá hittir maður stundum menn sem maður þekkir ekki. Það er yfirleitt ágætt, því að þannig kynnist maður aðeins fleirum. Oftast eru samræðurnar ekki mjög innihaldsríkar, sjaldnar djúpstæð

Vestur í Banda- ríkjunum er Bush forseti búinn að náða tvö kalkúna sem ella hefðu lent á borðum bandarískra fjölskyldna á degi þakkargjörðar sem haldinn er hátíðlegur vestanhafs. Hver segir svo að Bush sé vígaforseti? Á sama tíma les maður um það hér í blöðunum heima að „Sturla vilji

Það er skemmtileg mynd í Mogganum í dag þar sem hinn geðþekki borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson ræðst með sverði að formanni bankaráðs Landsbankans. Myndin tekur af öll tvímæli um að Björn er drengilegur maður því að hann ræðst framan að formanninum. Báðir eru í smekklegum jakkafötum. Þjóðin veit að


PISTLAR

28/02/2012 | 19:19

Nokkrir góðir dagar í pólitík (BJ)
benedikt11Fyrir nokkrum árum hafði ég áhyggjur af því að Guðni Ágústsson gæti ekki ákveðið hvort hann ætlaði að vera trúður eða stjórnmálamaður. Árið 2008 ákvað hann að hætta í pólitík og flutti um sinn á einhvern bar í Evrópusambandinu kenndan við einhverja Klöru, ef ég man rétt. Nokkru seinna varð ljóst að hann ætlaði ekki að setjast í steininn helga heldur einbeita sér að því að feta í fótspor eftirhermu sinnar, Jóhannesar Kristjánssonar. Ég sá hann fyrst í þessu nýja hlutverki í Garðabæ þar sem hann sagði að hann væri svolítið smeykur að koma, því það hlyti að vera hætta á því að smitast af svínaflensu svona nálægt Bessastöðum. Salurinn lá í hlátri.
 
Nú hefur Guðni ákveðið að fara í stórkostlega markaðsherferð með því að búa til brandara sem slær öllum við. Hann skoraði á forsetann að halda áfram í fjögur ár. Þetta var góður brandari og langflestir Íslendingar náðu honum. Þrjátíu þúsund skildu hann ekki. Meðal þeirra er forsetinn sjálfur.
 
Aumingja Ólafur heldur að allt samfélagið snúist um hann. Það er nánast brjóstumkennanlegt að fylgjast með honum delera. Hann segist sjálfur hafa sagt það skýrt á nýjársdag að hann ætlaði að hætta. Skilaboðin voru ekki skýrari en svo að þegar Ólafur Harðarson, kollegi hans úr háskólanum, spurði hann hvernig túlka ætti ræðuna sagði Ólafur að það væri óviðeigandi að forsetinn túlkaði eigin orð. Þetta varð til þess að Ólafur Harðar setti í loftið söguna um vafann. Mér dettur ekki í hug að hann hafi verið með nafna sínum í plottinu. Hann var bara nytsamlegur sendiboði.
 
Forsetinn hefur sjálfur beðið spenntur eftir því að undirskriftum fjölgaði. Þrátt fyrir dýra auglýsingaherferð vikum saman tókst ekki að safna nema 30 þúsund undirskriftum. Í hverri viku koma þrjúhundruð þúsund gestir inn á mbl.is, vef sem auglýsti undirskriftasöfnunina á áberandi stað. Um 90% ákváðu að skrifa ekki undir. Var listinn þó svo heillandi að jafnvel Mikki mús og Andrésína gátu ekki haldið aftur af sér.
 
Að hugsa sér hvað Ólafur er góður að bjóðast til þess að vinna ókeypis fyrir þjóðina. Rétt eins og hann sparaði þjóðinni fúlgur með því að fljúga í einkaþotum útrásarvíkinga í stað þess að fljúga með flugfélögunum. Ekki er að efa að þau hjón hafa með gleði borgað skattinn af hlunnindunum þegar reikningur barst frá skattayfirvöldum. Alltaf til í að rétta hjálparhönd.
 
Annars er margt sem liggur þungt á heimsbyggðinni þessa daga. Lögmaður Domique Strauss Kahns spyr hvernig hægt sé að vita hvort nakin kona sé vændiskona eða ekki. Mestu spekingar heimsins voru ráðþrota yfir þessari gátu þar til svarið kom loks frá sérfræðingi á Íslandi. Maður ræðir við konuna um heimspeki og ef hún svarar í sömu mynt er hún vændiskona.
 
Loks sé ég að Ragnar Árnason ætlar í mál við Þór Saari. Þór tekur því með jafnaðargeði og sagði á Eyjunni. „Það er bæði Hagfræðistofnun og Háskóla Íslands til minnkunar að starfsmenn skólans gangi fram með þessum hætti,“
 
Ég vona að Þór Saari verði sér aldrei til minnkunar. Það gæti orðið mjög alvarlegt mál.
 
 
www.heimur.is/benedikt
 
Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is