leita

ELDRI PISTLAR

06. ágúst | Fleiri reisukorn (BJ)
Tiltölulega fáir ganga Strandirnar en þó skipta þeir líklega nokkrum hundruðum á ári. Mjög fáir koma þangað í lögregluvernd. Norðurhluti Vestfjarðakjálkans hefur lengi haft mikið aðdráttarafl á okkur hjón. Við höfum gert að svæðinu nokkrar atrennur með misjöfnum árangri. Allar hafa þær þó verið afar skemmtilegar því svæðið

Það var vel til fundið að halda málþing til minningar um Árna Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands. Hann var maður fræða og framkvæmda; guðfaðir kennslu í fjármálum við skólann og á Íslandi. Hann sat í fjölda stjórna og var um árabil stjórnarformaður HB Granda. Hann var frumkvöðull í einkavæðingu.

07. nóvember | 98% sigur (BJ)
Fyrir nokkrum vikum birtust kannanir um að 98% Íslendinga vildu að Obama yrði endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Ritstjóri Morgunblaðsins benti af alkunnri hógværð á að með því hefðu Íslendingar opinberað kjánaskap sinn. Nú hafa Bandaríkjamenn sýnt af sér sama barnaskapinn. Kosningar í Bandaríkjunum eru flókin fyrirbæri. Þegar Íslendingar reyna


PISTLAR

07/06/2004 | 00:00

Vindar blása úr öllum áttum (BJ)

Það er einkennilegt hvað stjórnmálamönnum gengur illa að standa við orð sín. Að vísu er það ekki einstakt um stjórnmálamenn en þeir ættu þó að vera öðrum fyrirmynd. Hér er ekki bara átt við kosningaloforð. Allir taka þau með fyrirvara hvort sem er. Eftir kosningar er hægt að segja sem svo að í samningaviðræðum um stjórnarmyndun hafi menn orðið að slá af, stjórnmál séu list hins mögulega, aðstæður séu breyttar og svo framvegis. Það er óvenjulegra að menn breyti um lífsviðhorf eins og hendi væri veifað eins og gerðist í fjölmiðlamálinu. Þá kvöddu margir vinstrimenn, sérstaklega í Vinstri grænum, margra ára sannfæringu sína um að sporna bæri við veldi auðhringa. Þetta er reyndar alls ekki einsdæmi. Fyrir tveimur árum snerist Sjálfstæðisflokkurinn (nema Pétur Blöndal og Þorgerður Katrín) í 180° í svonefndu ríkisábyrgðarmáli.

Auðvitað er það stórfurðulegt þegar svona gerist, en það er ekki síður undarlegt þegar menn ganga á bak orða sinna eins og gerðist í eftirlaunamálinu fyrir síðustu jól. Þá voru foringjar allra flokka búnir að ná sátt um málið fyrirfram og fulltrúar allra flokka í forsætisnefnd þingsins voru flutningsmenn. Burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á málinu var það lítilmótlegt að hlaupa svo frá því með skottið milli lappanna eins og hendi væri veifað utan úr bæ. Þar stóð reyndar Guðmundur Árni við sín orð og er maður að meiri fyrir vikið.

Enn eitt dæmið um skyndileg sinnaskipti eru hjá fulltrúa Frjálslynda flokksins í umræðunni um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Á föstudaginn var sagði Margrét Sverrisdóttir, sem virst hefur ágætlega frambærilegur fulltrúi, að hún teldi 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki óeðlilega. Nú hafði hún skipt um skoðun eins og segir í Morgunblaðinu: "Hún sagðist hafa tekið það fram í viðtalinu við Ríkisútvarpið að hún væri ekki að tala fyrir hönd Frjálslynda flokksins". Það er augljóst að valdamenn í flokki Margrétar hafa tekið í taumana og sagt henni að þessa skoðun megi hún ekki hafa.

Síðustu dæmin um athyglisverð umskipti í skoðunum birtist í sinnaskiptum í umtali sumra um forsetann. Margir þeir sem árum  - ef ekki áratugum - saman hafa skopast að Ólafi Ragnari hafa nú snúist algerlega eins og vindhanar og tala nú af lotningu um Herra Ólaf, sem af mikilli mildi sinni hefur vísað máli Baugs til þjóðarinnar.

Benedikt Jóhannesson

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is