Heimur gefur út fjölmörg rit, fimm tímarit sem seld eru í áskrift og lausasölu og upplýsingarit fyrir innlenda og erlenda ferđamenn.

Vís­bending, tímarit um viđskipti og efnahagsmál er gefin út vikulega ađ međ­töldu veg­legu jólablađi. Auk ţess koma út nokkur tölublöđ af Vísbendingu-Íslensku atvinnulífi sem er rit um einstaka atvinnugreinar. Áskriftarverđ er 5.139 kr/mán. (m/vsk). Blöđunum er safnađ saman í möppu. Jólablađ er međ fjöl­breyttu efni. Í Vísbendingu birtast greinar um efnahagsmál og viđskipti eftir fćrustu sérfrćđinga ţjóđarinnar. Greinar eru hnitmiđađar og skrifađar á skiljanlegu máli. Vísbending hefur komiđ út síđan áriđ 1983. Ritstjóri er Benedikt Jóhannesson.

Frjáls verslun er elsta og helsta viđskiptatímarit landsins. Ţađ hefur komiđ út síđan áriđ 1939. Blađiđ birtir viđtöl viđ menn í atvinnulífi og stjórnmálum, greinar um atburđi líđandi stundar og fjallar um margvíslegt efni sem snýr ađ stjórnendum og starfsmönnum fyrirtćkja. Hvergi birtast jafnmargar myndir úr fyrirtćkjum landsins. Á árinu koma út 11 tölublöđ af Frjálsri verslun. Ţar međ er talin bók međ yfirliti um 300 stćrstu fyrirtćkin. Í ágúst kemur út blađ um tekjur 3.000 einstaklinga. Međallengd blađsins er nú yfir 100 blađsíđur. Ritstjóri er Jón G. Hauksson

Á miđju ári 2002 keypti Heimur tímaritaútgáfu sem kennd hefur veriđ viđ Iceland Review. 

Iceland Review var stofnađ áriđ 1963 og hefur síđan ţá flutt umheiminum frásagnir af Íslandi, náttúru ţess og menningu. Tímaritiđ er verđugur fulltrúi Íslands á erlendri grund og mörg fyrirtćki hafa sent viđskiptavinum sínum erlendis blađiđ í gjafaaáskrift. Blađiđ er helsta tímarit um Ísland á ensku og ađ ţví eru áskrifendur í meira en 100 löndum. Iceland Review er gefiđ út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Páll Stefánsson.

Tímaritinu Skýjum er dreift í öllum vélum Flugfélags Íslands en ţađ er líka selt í lausasölu. Ritiđ flytur fjölbreytt  efni um alla ţćtti ţjóđlífsins. Ritiđ kemur út fimm til sex sinnum á ári.  Ritstjórar eru Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson.

Issues and Images kemur út ţrisvar á ári og hefur fjölbreytt efni um menningu, viđskipti og stjórnmál. Ritinu er dreift í samvinnu viđ Útflutningsráđ. Ritiđ kom fyrst út áriđ 2005.

Heimur gefur út fjölmörg ferđarit. Helsta ritiđ, Á ferđ um Ísland og fylgifiskar ţess á ensku og ţýsku koma út í apríl. Ritin eru yfir 200 bls. ađ stćrđ og veita margvíslegan fróđleik um náttúru landsins og ţjónustu viđ ferđamenn. Upplag er stórt, 35 ţúsund eintök á ensku, 30 ţúsund á íslensku og 25 ţúsund á ţýsku. Ritstjóri er Ágústa Einarsdóttir. Hér má fá ritiđ á vefnum.

Íslandskort á ensku kemur út í janúar í 150.000 eintökum. Á sama tíma kemur út Reykjavíkurkort á ensku í jafnstóru upplagi.
Í maí koma út önnur kort af Íslandi og Reykjavík í 80.000 eintökum hvort kort.

Feykileg eftirspurn er eftir ţessum ritum.

Landshlutabćklinga voru gefnir út um alla hluta landsins í samvinnu viđ ferđamálasamtökin áriđ 2005 en áđur voru gefnir út nokkrir bćkingar í samvinnu viđ einstök landshlutasamtök.

Gistihandbókin Áning bćttist í Heimsfjölskylduna áriđ 2002. Ritiđ er gefiđ út í 50.000 eintökum en ţađ hefur ađ geyma upplýsingar um nćr alla gististađi og tjaldstćđi á landinu auk upplýsinga um sundlaugar. Ţórđur Sveinbjörnsson stofnađi Áningu og sér enn um sölu auglýsinga í ritiđ. Ágústa Einarsdóttir er ritstjóri.
Hér má fá ritiđ á vefnum.

Hálendishandbókin er til á íslensku og ensku. Höfurndur er Páll Ásgeir Ásgeirsson. 
 
Í desember 2000 kom út geisladiskurinn Best ađ borđa ljóđ međ lögum Jóhanns G. Jóhannssonar viđ ljóđ Ţórarins Eldjárns. Ţađ er mál manna ađ á diskinum hafi tekist ađ fanga einstaka leikhússtemmingu og fellur hann í góđan jarđveg ţeirra sem á hlýđa. Dóm um plötuna má finna hér.
Međal söngvara eru Diddú, Örn Árnason, Edda Heiđrún Bachman, Bergţór Pálsson og Martha Halldórsdóttir.

Í október áriđ 2002 kom svo út geisladiskurinn Ţóra og Björn međ söng ţeirra hjóna Ţóru Einarsdóttur, sópran og Björns Jónssonar, tenórs. Á diskinum flytja ţau á ţriđja tug sönglaga frá mörgum Evrópulöndum. Flutningur ţeirra viđ undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur hefur fengiđ mikiđ lof hlustenda og gagnrýnenda. Dóm um plötuna má finna hér. 

 

 
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is